Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Cat´s eye er skrifuð af Stephen King og leikstýrt af Lewis Teague(sem einnig gerði Cujo sem er líka byggð á Stephen King skáldsögu).
Myndin segir frá þremur sögu sem tengjast gegnum einn flækingskött.
Sögurnar:Fyrsta sagan segir frá Richard Morrison(James Woods) sem ætlar að hætta að reykja og rekst á fyrirtækið Quitters Inc. sem á að hjálpa fólka að hætta að reykja.
Þetta er ekki sjálfshjálpunar hópar eða viðtal við lækni heldur eru dyrnar læstar og honum útskýrðar einfaldar reglur: einhverjir úr fyritækinu fylgjast með honum allan tíman, hann veit hver og hverjir en ef hann reykir þá munu þeir sjá hann og afleyþingarnar verða hræðilegar. Í fyrsta skiptið sem hann reykir(þetta eru reglurnar en Ekki spoilerar): þá er konan hans sett í klefa með rafmagnsgólf. Í annað skiptið verður dóttir hans sett í sama klefan, og í þriðja skiptið verður konunni hans nauðgað. Og ef það verður fjórða skipti sem hefur næstum aldrei gerst þá verður hann drepinn. Richard er virkilega hræddur en löngunin að reykja verður æ meiri og hann veit hverjar afleyðingarnar verða......
Önnur sagan segir frá hálf sjúskuðum tennisleikara að nafni Johnny Norris(Robert Hays) sem er rænt og settur í íbúð manns sem hann hélt að væri vinur sinn. Hann á að fara út á svalir og klifra með fram húsinu sem er á svona 40 hæðum, ef hann dettur þá augljóslega deyr hann, ef honum tekst ekki þá er bíllinn hans sendur lögreglu þar sem hann er fullur af fíkniefnum og hann fer í fangelsi. En í þriðja lagi ef honum tekst þá er bílinn hans hreinsaður og hann fær nóga peninga ásamt konu geðsjúklingsins....
Þriðja og síðasta sagan segir frá lítilli stelpu sem heitir Amanda(Drew Barrymore) sem finnur flækingsköttinn(sjá efst) sem er að elda einhverskonar búalf(sem er forljótt og eitthvað asnalegasta skrímsli sem ég hef séð. Er með svona hirðfífls hatt með bjöllum og er með lítið sverð sem er augljóslega plast leikfang, með venjulegan líkama þrátt fyrir að vera 5-10 cm. á hæð og vera afmyndaður í framan) sem býr í vegg stelpunnar og ætlar að stela andardrátt hennar, en kötturinn ætlar að bjarga stelpunni þrátt fyrir hindranir...
Umsögn: Þar sem ég er/var staddur í Hollandi þá sá ég Cat´s eye í Stephen King maraþoni í sjónvarpinu þar. Ég átti og hafði séð allar myndirnar fyrir utan þessa. Cat´s eye er svona típísk b-mynd sem er sýnd í sjónvarpi því að þetta er alls ekki eitthvað sem maður á að kaupa né leigja.
Leikstjórnin var léleg, ef það hefði verið betri leikstjóri hefði hún örugglega orðið aðeins betri.
Tónlistin er rosalega léleg og minnti á Disney dýramynd sérstaklega í opnunar credit listanum en ekki var tónlistin sem var í spennuatriðinum eitthvað skárri.
Það sást mjög vel að hún var gerð fyrir lítinn pening, myndatakan var (frekar) slök og “brellurnar” líka.
Eins og áður hefur komið fram þá eru þrjár mismunandi sögur í myndinni. Mér fannst sú fyrsta vera skárst og eina ástæðan að horfa á myndina. Hún var mjög spennandi og hálf óhugnanleg og vel skrifuð en ekki sérlega vel leikstýrð. Hún hefði mátt vera mun lengri og ég var hálf fúll þegar hún endaði og það mjög snögglega, hún hefði alveg getað verið 20 mín. lengri.
Handritið af annarri sögunni var ágætt, en leikstjórn ekki sérlega góð. Mér fannst hún ekki passa við myndina þar sem að þetta var svona týpískur film-noir spennumynd en ekki hryllingsmynd eins og hinar ef maður má kalla þær það. Einnig byrjaði hún svo snögglega að maður fékk ekkert að kynnast persónunum neitt.
Þriðja sagan var hinsvegar verst og reyndar hlægilega léleg á tímabili sérstaklega nálægt endanum þar fáum við að sjá 5-10 bardaga atriði á milli kattar og mjög illagerðs búálfs, það er stungið, hrinnt ofan í glerflöskur, og slagmálaatriði á plötusnúði og loftkælingar tæki, á meðan mjög ung Drew Barrymore er að öskra.
Leikstjórn Teague er frekar léleg og handrit Kings mis gott eftir sögum, einnig er myndin bara of illa gerð til þess að virka sem ekta kvikmynd frekar en sjónsvarpsþáttur.
Leikurinn var svona ekta 80´s b-myndaleikur og rétt svo sleppur frá því að vera mjög lélegur. Takið eftir ungri Drew Barrymore í tveimur misstórum hlutverkum, þess má geta að hún var með skárstu leikurum myndarinnar(ásamt aldraða geðsjúklingnum).
Útkoma: Cat´s eye Virkar miklu meira sem Twilight zone eða Goosebumps þáttur heldur en hryllingsmynd og er svona ekta b-mynd til að horfa í sjónvarpinu, en ekki til að kaupa né leigja, en þá bara til að sjá Quitters inc. söguna sem er það eina sem hægt er að mæla með. Slöpp mynd en ekki mjög léleg samt.
ps. Takið líka eftir í byrjun þegar Plymouth Fury bílinn úr Christine(sem einnig var Stephen King mynd og fjallaði um bíl sem drepur) sést með límmiða sem á stendur “I am Christine” þegar St.Bernards hundur(tilvitnun úr Cujo). Og James Woods er að horfa “the Dead zone” með Christopher Walken sem var líka gerð eftir King bók.
Cat's Eye er mjög sérstök kvikmynd, hún er ekki leleg en samt ekki góð. Hún er skipt í þrjár sögur sem allir hafa það sameiginlegt að sami kötturinn lendir í þeim öllum. Fyrsta sagan er best af þeim og áhugaverðust. Hún fjallar um mann(James Wood) sem ákveður að hætta að reykja, hann fer á stofnun sem sérhæfir sig í að "láta" fólk hætta. Reglurnar eru einfaldar; Þú reykir ekki aftur, en ef hann reykir þá gerast hlutir, leiðinlegir hlutir, við fyrsta brot er konan hans sótt og látinn í klefa með rafmagnsgólfi(kötturinn kemur þar inn til að sýna þennan einstaka klefa), við annað brot er dóttir hans sótt. Svo er restin af þeirri sögu um hverning hann reynir að reykja í laumi! en það virkar ekki alveg. Næsta sagan er lelegust af þeim þrem. Þar er einhver maður að láta annan mann ganga í kringum hótel, á syllunni á þrettánduhæð. Þriðja sagan fjallar um stelpu(Drew Barrymore) sem fynnur kött(já sama og áðan) og vill eiga hann en mamma hennar vill það ekki. En kötturinn kemur um nóttina inn í herbergið hjá stelpunni. En það sem eingin veit er að einhverskonar álfur eða eitthvað býr í veggnum hjá stelpunni, afhverju, já þú giskaðir rétt, hann kemur á nóttinni til að stela loftinu sem hún andar að sér, en ákveður að borða páfagaukinn hennar í leiðinni. Kettinum er kennt um allt saman en á endan nær kötturinn að... Nei ég ætla ekki að skemma myndina fyrir öllum þeim sem hafa einhvern áhuga á að sjá hana. Annars er það ekki nema að maður fynnur ekkert annað.