Antiviral
2012
What If You Could Feel Like They Do ...
108 MÍNEnska
Myndin gerist í náinni framtíð þegar dýrkun
almennings á hinum frægu er komin út í þvílíkar
öfgar að fólk kaupir sér til að mynda
sjúkdóma sem hrjá stjörnurnar og borðar kjöt
sem er ræktað úr frumum þeirra. Markaðurinn
er bæði stór og ábatasamur og því hafa
margir áhuga á að nýta sér hann, ekki alltaf á
löglegan hátt.
Caleb Landry Jones... Lesa meira
Myndin gerist í náinni framtíð þegar dýrkun
almennings á hinum frægu er komin út í þvílíkar
öfgar að fólk kaupir sér til að mynda
sjúkdóma sem hrjá stjörnurnar og borðar kjöt
sem er ræktað úr frumum þeirra. Markaðurinn
er bæði stór og ábatasamur og því hafa
margir áhuga á að nýta sér hann, ekki alltaf á
löglegan hátt.
Caleb Landry Jones leikur ungan mann, Syd,
sem vinnur fyrir fyrirtæki í þessum bransa.
Hlutverk hans er að selja áhugasömum
sjúkdómana úr stjörnunum og um leið að
verða fyrirtækinu út um söluvöruna. En Syd
starfar einnig á svarta markaðinum þar sem
hann notar aðstöðu sína til að selja kjötframleiðendum
lífsvökva stjarnanna sem
hann dregur sjúkdómana úr.
Sjálfur er Syd einnig notandi vörunnar, smitar
t.d. sjálfan sig með öllum þeim sjúkdómum
sem hann höndlar með og það á auðvitað
eftir að hafa afleiðingar ...... minna