Sammy 2
2012
(Ævintýri Samma 2)
Frumsýnd: 26. desember 2012
92 MÍNÍslenska
20% Critics Það muna sjálfsagt margir eftir þrívíddarteiknimyndinni um skjaldbökuna Samma og félaga hans sem var ein af opnunarmyndum Egilshallar fyrir tveimur árum og naut mikilla vinsælda. Hér er komið framhald sem er ekki síður skemmtilegt. Myndin er með íslensku tali og er sýnd bæði í tví- og þrívíddarútgáfu. Þeir félagar Sammi og Reynir eru nú orðnar fullvaxta... Lesa meira
Það muna sjálfsagt margir eftir þrívíddarteiknimyndinni um skjaldbökuna Samma og félaga hans sem var ein af opnunarmyndum Egilshallar fyrir tveimur árum og naut mikilla vinsælda. Hér er komið framhald sem er ekki síður skemmtilegt. Myndin er með íslensku tali og er sýnd bæði í tví- og þrívíddarútgáfu. Þeir félagar Sammi og Reynir eru nú orðnar fullvaxta skjaldbökur sem njóta lífsins bæði í sjó og á sandi þar sem þeir aðstoða nýklaktar skjaldbökur eins og þau Rikka og Ellu við að komast til sjávar. En gæfan er ekki með félögunum þegar óprúttnir veiðiþjófar ná að klófesta þá og senda í nýtt sædýrasafn í Dubai. Þar hitta þeir svo fyrir önnur sjávardýr sem eru flest (ekki öll) afar ósátt við prísundina og vilja komast aftur heim. Þeir Sammi og Reynir ákveða fljótlega ásamt þeim Jómba kúlufiski, humrinum Lúlú, kolkrabbanum Önnubellu og heilli fjölskyldu af mörgæsum að búa til djarfa flóttaáætlun. Þeim til happs eru þau Rikki og Ella mætt á staðinn, staðráðin í að hjálpa þeim sem hjálpuðu þeim þegar þau voru svo gott sem ósjálfbjarga. Í gang fer æsileg, en um leið afar fyndin atburðarás sem gæti endað illa, en gæti líka endað með því að Sammi finnur aftur æskuvinkonu sína, hana Sollý ...... minna