Náðu í appið
Öllum leyfð

Woody Allen: A Documentary 2012

Frumsýnd: 9. nóvember 2012

113 MÍNEnska

Í þessari mynd leyfir goðsagnakennda persónan Woody Allen fólki að fylgjast með lífi sínu í fyrsta sinn í heimildamynd. Emmy-verðlaunahafinn Robert Weide fylgir meistaranum eftir í tæp tvö ár til að ná þessari einstöku ævisögu í kvikmynd. Í myndinni er fylgst með daglegu lífi Allen og samskiptum hans við leikara. Þá byggir myndin á viðtölum við leikara,... Lesa meira

Í þessari mynd leyfir goðsagnakennda persónan Woody Allen fólki að fylgjast með lífi sínu í fyrsta sinn í heimildamynd. Emmy-verðlaunahafinn Robert Weide fylgir meistaranum eftir í tæp tvö ár til að ná þessari einstöku ævisögu í kvikmynd. Í myndinni er fylgst með daglegu lífi Allen og samskiptum hans við leikara. Þá byggir myndin á viðtölum við leikara, fjölskyldu og vini Allen sem varpa ljósi á áhugaverða ævi snillingsins. Weide hefur gert nokkrar heimildamyndir um þekkta einstaklinga og má þar nefna Marx Brothers In a Nutshell (1982), sem fjallar um grínteymið Marx Brothers, Straight Up (1986) sem fjallar um ævi W. C. Fields og Swear To Tell the Truth (1998) sem tekur á ævi Lenny Bruce. Sú mynd vann til Emmy verðlauna og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Weide er hvað þekktastur fyrir að leikstýra þáttum Larry David, Curb Your Enthusiasm en Weide hefur margoft verið tilnefndur til verðlauna fyrir aðild sína að þáttunum en hann vann til Emmy verðlauna árið 2003.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn