Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

How to Lose Friends and Alienate People 2008

(How to lose Friends )

Frumsýnd: 7. nóvember 2008

Brace yourselves, America

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Sidney Young er breskur blaðamaður sem bæði dýrkar og fyrirlítur heim fína og fræga fólksins. Tímarit hans Post Modern Review, gerir grín að stjörnunum sem þrá sviðsljósið, en þegar honum er boðið starf hjá aðal slúðurtímaritinu í New York, Sharps, þá finnst honum það mikil upphefð, þó hann skilji ekki alveg afhverju ritstjórinn vildi fá hann... Lesa meira

Sidney Young er breskur blaðamaður sem bæði dýrkar og fyrirlítur heim fína og fræga fólksins. Tímarit hans Post Modern Review, gerir grín að stjörnunum sem þrá sviðsljósið, en þegar honum er boðið starf hjá aðal slúðurtímaritinu í New York, Sharps, þá finnst honum það mikil upphefð, þó hann skilji ekki alveg afhverju ritstjórinn vildi fá hann í vinnu, enda gengur honum afar illa að fá birt eftir sig efni í tímaritinu eftir að hann er kominn þar til starfa. Hann kynnist Alison Olsen á tímaritinu sem hjálpar honum að fóta sig, en hún lumar á litlu leyndarmáli sem gæti breytt öllu. ... minna

Aðalleikarar

Bráðskemmtileg og meinfyndin
Simon Pegg sem sló svo eftirminnilega í gegn í myndunum Shaun of the Dead, Hot Fuzz og Run Fatboy Run er að þessu sinni í hlutverki hins óslípaða og seinheppna breska blaðamanns Sidney Young.

Sidney er boðin vinna hjá virtu tímariti í New York en það gengur ekki vel hjá honum að falla inn í hópinn og ná árangri. Hann er bæði uppátækjasamur og óþægilega hreinskilinn sem fer ekki vel í hina jakkafataklæddu framapotara tímaritaheimsins.

Kvikmyndin How to Lose Friends and Alienate People er bráðskemmtileg og meinfyndin gamanmynd með rómantísku ívafi sem allir ættu að hafa gaman af.


María Margrét Jóhannsdóttir.
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góðir leikarar í meðalgóðri vídeómynd
How to Lose Friends & Alienate People er nokkurn veginn það sem þú fengir út ef The Devil Wears Prada yrði gerð til þess að henta báðum kynjunum og myndi innihalda smá skammt af ósmekklegum húmor. Myndin er blanda af by-the-book rómantískri klisju og satíru, sem hvort tveggja fer misvel saman í gegnum heildina.

Hér er alls ekki slæm mynd á ferðinni, svo ég segi það strax, en mjög gleymd mynd engu að síður og það er fúlt þar sem að ég fíla Simon Pegg vanalega í klessu. Pegg stendur sig að vísu betur hér en í síðustu mynd sinni, Run Fatboy Run, sem reyndar þjáðist einnig fyrir sykurhúðaða klisju, en á mun verra stigi en þessi. Hann leikur samt voða svipaða týpu í báðum myndunum; einstakling sem þér er ætlað að hata í byrjun en maður fílar á endanum. Pegg hefur áður sýnt að hann fer létt með að halda heilli kvikmynd uppi, enda maðurinn nettur húmoristi og hæfilega sjarmerandi þegar að þörf eru á slíku.

Kirsten Dunst er ekkert ólík sér heldur, þannig að ef hún fer í taugarnar á þér yfirleitt get ég ekki lofað góðu. En svipað og í t.d. Wimbledon eða Elizabethtown þá virkar hún alveg sem krúttlega stelpan sem manni líkar vel við, svo ég kvarta ekki. Jeff Bridges er einnig vel staðsettur í "Meryl Streep" rullunni úr áðurnefndri mynd. Hann fær reyndar ekki neitt að gera annað en að hanga um með fyndna hárkollu, en það er svosem skárra en að hafa hann ekki. Ég hvet samt Coen-bræðra unnendur til að fylgjast með þremur áberandi tilvísunum í The Big Lebowski (sú sterkasta er auðvitað í gegnum Bridges, síðan White Russian drykkirnir og það er óþarfi að nefna þriðju).

How to Lose Friends & Alienate People þjáist samt fyrir að vera mun hægari en hún í raun þarf að vera. Myndin hefði betur komist upp með það að vera 90 mínútur í stað 110 því sumar uppfyllingarnar eru voða tilgangslausar (t.d. senan með föður Peggs svo eitthvað sé nefnt). Það hefur kannski eitthvað um það að segja líka að myndin er ekkert sérstaklega fyndin. Það eru nokkur mjög fyndin augnablik sem eru beintengd satírunni á fallega og fræga fólkið, en ekkert alltof eftirminnileg.

Leikstjórinn reynir síðan að koma góðu sambandi á milli áhorfandans og persónanna sem þér er ætlað að halda með, og það gengur að vissu leyti upp og gerir myndina pínu "sæta" (ekki á vondan hátt), en handritið nær aldrei að jafna út satíruna og rómantíkina nógu vel, svo myndin neyðist til að fókusa á aðeins eitt í einu út alla lengdina.

Myndin virkar samt sem hið fínasta vídeógláp og þrátt fyrir að skilja sama og ekkert eftir sig (nema auðvitað skot af fáklæddri Megan Fox. Slef) er alltaf gaman að horfa á Simon Pegg spreyta sig í gríninu. Horfið samt frekar á Spaced (eða bara eitthvað sem er leikstýrt af Edgar Wright) ef þið viljið sjá hversu fyndinn hann getur verið.

6/10 - Ágætis upplyfting frá Run Fatboy Run og það er sennilega það jákvæðasta sem ég get sagt. Þá er bara að sjá núna hvernig Pegg tekur sig út sem Scotty í Star Trek.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn