Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Last Stand 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. febrúar 2013

Retirement Is for Sissies

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Eftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð skildi hann eftir með efitrsjá og kvíða, þá er lögreglustjórinn Ray Owens fluttur frá borginni, og í rólegan lítinn bæ sem kallast Sommerton Junction, þar sem glæpir eru öllu minni en í stórborginni. En friðsælli tilveru bæjarins er snúið á hvolf... Lesa meira

Eftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð skildi hann eftir með efitrsjá og kvíða, þá er lögreglustjórinn Ray Owens fluttur frá borginni, og í rólegan lítinn bæ sem kallast Sommerton Junction, þar sem glæpir eru öllu minni en í stórborginni. En friðsælli tilveru bæjarins er snúið á hvolf þegar Gabriel Cortez, hættulegasti og eftirsóttasti eiturlyfjabaróninn í hinum vestræna heimi, sleppur úr fangelsisbíl. Með hjálp skuggalegra málaliða, sem Icy Burrell stjórnar, byrjar keppni um að komast að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á 250 mílna hraða á klukkustund í sérútbúnum Corvette ZR1 með gísl í eftirdragi. Leið Cortez liggur beint í gegnum Summerton Junction, þar sem stórt lögreglulið er mætt, þar á meðal lögregluforinginn John Bannister, og gerir síðustu tilraun til að góma hann áður en hann sleppur yfir landamærin. Í fyrstu er Ray Owens tregur til að taka þátt í aðgerðinni, en að lokum safnar hann liði sínu saman og tekur málin í sínar hendur, og magnað lokauppgjör á sér stað.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gagnrýni: The Last Stand
Arnold Schwarzenegger, orðinn 65 ára gamall, gefur ekkert eftir í sinni nýjustu hasarmynd, The Last Stand. Kvikmyndin segir frá lögreglustjóra (Schwarzenegger) í litlum smábæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þarf að taka á stóra sínum þegar að eiturlyfjabarón sleppur frá lagana vörðum og hyggst flýja yfir til Mexíkó. Eina leiðin fyrir hann þó, ótrúlegt en satt, er í gegnum áður nefndan smábæ. Með ansi fáliðað lögreglulið þarf Arnold gamli að gera allt sem hann getur til þess að stöðva eiturlyfjabaróninn og glæpagengi hans. Hér er því um að ræða baráttu upp á líf og dauða þar sem okkar maður er, eins og nafn myndarinnar gefur til kynna, síðasta hindrunin og þar af leiðandi eina von löggæslunnar.

Hér er um að ræða einskæra hasarmynd sem reynir ekki að vera neitt annað en hún er. Hasaratriðin, með tilheyrandi bílaeltingaleik og skotbardögum, eru vel sett fram og uppfylla allar óskir áhorfandans. Það er ekki eytt miklu púðri í karaktersköpun eða boðskap en þess í stað er myndinni haldið uppi með hraðri söguframvindu og áður nefndum hasar. Þá er húmorinn aldrei langt undan og margar senur sem vöktu upp hlátrasköll meðal áhorfenda. Þó svo að öll athyglin sé á endurkomu Schwarzenegger er þó ekki hægt að líta undan einkar athyglisverðum aukaleikurum sem blása lífi í karaktera sína með skemmtilegum hætti. Einna helst stendur upp úr hinn litríki og reyndi aukaleikari Luis Guzmán, sem leikur ansi afslappaðan lögreglumann sem dregst inn í atburðarrásina með skemmtilegum hætti. Þá bregður stórleikaranum Forrest Whitaker fyrir sem yfirmanni leyniþjónustunnar en það má með sanni segja að myndin hagnist verulega á nærveru Whitaker sem gefur karakter sínum eins mikla dýpt og handritið leyfir.

Á heildina litið gefur suður kóreski leikstjórinn, Jee Won Kim, áhorfandanum nákvæmlega það sem hann kom til að sjá, óstöðvandi hasar frá byrjun til enda sem gefur hasarmyndum 9. áratugarins ekkert eftir. Söguþráðurinn er nokkuð fyrirsjáanlegur og klisjukenndur en það er auðvitað nákvæmlega það sem aðdáendur slíkra kvikmynda leitast eftir. Þeir geta því hallað sér aftur í sætunum og notið þess að sjá Arnold Schwarzenegger snúa aftur á hvíta tjaldið og slökkva í nokkrum óþokkum með miklum tilþrifum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn