Fun Size
2012
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 19. október 2012
Let´s get this Search Party Started
86 MÍNEnska
Áætlun vinkvennanna Wren og April
um að skemmta sér ærlega á hrekkjavökunni
fer heldur betur úrskeiðis
þegar Wren neyðist til að passa Albert
bróður sinn.
Hér er á ferðinni ærslafull gamanmynd
sem höfðar fyrst og fremst til unglinga.
Hrekkjavakan nálgast og Wren verður
dálítið upp með sér þegar aðaltöffarinn í
skólanum býður henni í samkvæmi heim
til... Lesa meira
Áætlun vinkvennanna Wren og April
um að skemmta sér ærlega á hrekkjavökunni
fer heldur betur úrskeiðis
þegar Wren neyðist til að passa Albert
bróður sinn.
Hér er á ferðinni ærslafull gamanmynd
sem höfðar fyrst og fremst til unglinga.
Hrekkjavakan nálgast og Wren verður
dálítið upp með sér þegar aðaltöffarinn í
skólanum býður henni í samkvæmi heim
til sín. Hún ákveður að fara ásamt bestu
vinkonu sinni, April, en þegar stundin
rennur upp fer allt í steik. Ástæðan er sú
að móðir Wren er sjálf að fara í samkvæmi
og ætlast til þess að Wren passi bróður
sinn, Albert.
Við þetta á Wren auðvitað erfitt með að
sætta sig en fær engu tauti við móður sína
komið sem segir bara bless og er farin í
Britney Spears-búningnum sínum.
En þetta er bara byrjunin á vandræðum
Wren því um kvöldið týnir hún Albert í
mannhafinu og kvöldið sem átti að verða
svo skemmtilegt snýst upp í örvæntingarfulla
leit að litla bróður ...... minna