Handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikkona hinnar vinsælu Clueless frá árinu 1995 frumsýndu nú um helgina nýja mynd í Bandaríkjunum. Myndin heitir Vamps og er vampírugamanmynd. Í henni hittast aftur þær Clueless stöllur Alicia Silverstone og handritshöfundurinn og leikstjórinn Amy Heckerling, ásamt þriðja Clueless leikaranum Wallace Shawn, en Silverstone sló í gegn í Clueless.
Myndin var sýnd í einu bíói í Bandaríkjunum um helgina, og þénaði 500 Bandaríkjadali, eða rúmlega 63 þúsund krónur. Það er nokkuð minna en vinsælasta mynd helgarinnar, Wreck-It Ralph þénaði, eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna.
Vamp er gerð fyrir lítinn pening og af sjálfstæðum framleiðendum. Myndin hefur verið fáanleg í VOD úti í Bandaríkjunum, en áætlað er að hún komi út á DVD þann 13. nóvember nk.
Myndin fékk misjafnar viðtökur gagnrýnenda, en alls ekki alslæmar.
„Það er alveg á hreinu að Vamps missir marks, en Heckerling sýnir enn að hún hefur enn til að bera hnyttni og sniðugheit, sem er ekki hægt að líta framhjá,“ sagði í Los Angeles Times um myndina.
Þó myndin hafi einungis þénað 500 dali, þá var hún samt með svipaðar tekjur og myndir sem voru í dreifingu í 2-3.000 bíósölum, eins og Chasing Mavericks og Fun Size, ef skoðaðar er tekjur myndanna á hvern bíósal.