Made in America
1993
Fannst ekki á veitum á Íslandi
At the sperm-bank she asked for a tall, intelligent, black man. One out of three ain't bad.
111 MÍNEnska
32% Critics 49
/100 Sarah Matthews rekur bókabúð með afrísk-amerískum bókum í Oakland. Hún elur dóttur sína, hina fallegu menntaskólastúdínu Zora, upp ein, eftir að eiginmaður hennar lést fyrir nokkrum árum síðan. Zora kemst að því í vísindaverkefni í skólanum þar sem blóðsýni er tekið, að maðurinn sem hún hélt að væri faðir hennar, var það ekki. Í staðinn... Lesa meira
Sarah Matthews rekur bókabúð með afrísk-amerískum bókum í Oakland. Hún elur dóttur sína, hina fallegu menntaskólastúdínu Zora, upp ein, eftir að eiginmaður hennar lést fyrir nokkrum árum síðan. Zora kemst að því í vísindaverkefni í skólanum þar sem blóðsýni er tekið, að maðurinn sem hún hélt að væri faðir hennar, var það ekki. Í staðinn uppgötvar Zora að hún er getin með sæði úr sæðisbanka. Eftir að hún rannsakar skýrslur úr sæðisbankanum þá uppgötvar Zora sér og Sarah til mikillar undrunar, að hinn nafnlausi sæðisgjafi er í raun Hal Jackson, hávær, óheflaður og óþolandi hvítur sölumaður notaðra bíla, sem auglýsir í sjónvarpi seint á kvöldin. Zora heimsækir Hal þegar hann er að taka upp augýsingu, en hann hafnar henni. Sarah verður bálreið og lætur Hal heyra það, en eftir að Hal hitti Zora þá taka sig upp í honum föðurlegar kenndir. Og ekki nóg með það, heldur er hann að verða spenntur fyrir Sarah. ... minna