Náðu í appið
Silfurtunglið og Lilja
Öllum leyfð

Silfurtunglið og Lilja 1978

Frumsýnd: 26. desember 1978

181 MÍNÍslenska

Leikritið Silfurtúnglið gerist í fjölleikahúsi og var fyrst fært upp á sviði árið 1954. Hrafn Gunnlaugsson færði söguna til nútímans í sjónvarpsverkinu. Rakin er saga Lóu, húsmóður með fallega söngrödd, sem hefur gaman að því að syngja fyrir nýfæddan son sinn. Lóa er „uppgötvuð“ af hinum vafasama Feilan sem er framkvæmdastjóri næturklúbbsins... Lesa meira

Leikritið Silfurtúnglið gerist í fjölleikahúsi og var fyrst fært upp á sviði árið 1954. Hrafn Gunnlaugsson færði söguna til nútímans í sjónvarpsverkinu. Rakin er saga Lóu, húsmóður með fallega söngrödd, sem hefur gaman að því að syngja fyrir nýfæddan son sinn. Lóa er „uppgötvuð“ af hinum vafasama Feilan sem er framkvæmdastjóri næturklúbbsins Silfurtunglsins og hann gerir hana að táknmynd þess hreina og upphaflega, ímynd sem hann getur selt því firrta fólki sem stundar næturklúbbinn. En í þessu umhverfi verður hæfileiki hennar ekki svipur hjá sjón og atriði hennar niðurlægandi. Lilja kom út í smásagnasafninu Fótatak manna árið 1933 og sagan gerist um það leyti eða einhvern tímann á þriðja áratugnum. Hrafn Gunnlaugsson skrifaði handritið og færði söguna til nútímans. Sagan segir af nokkrum læknanemum sem ræna líki nýlátins fátæks manns sem hvorki á eignir né frændur. Þetta gera læknanemarnir í þágu vísindanna og setja grjót í líkkistuna.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn