Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágætis mynd með þeim Dan Aykroyd og Tom Hanks í aðalhlutverkum, þar sem þeir leika löggur sem eru fengnir til að ransaka mjög svo undarleg mál, td. þjófnað úr dýragarði á 30 feta löngum snák og feldi af ljóni sem hafði verið rakað af.
Gallinn við myndina er að þetta á að vera grínmynd, en maður hlær ekki að neinu í henni.
Ágætis ræma engu að síður.
Hanks og Aykroyd eru fyndnir í þessarri gamanmynd sem byggir á gömlum framhaldsþáttum sem hétu sama nafni. Fjölmörg fyndin atriði er í þessarri mynd er því miður missir myndin vindin á tímabili en nær sér þó aftur.
Húmor í líkingu við Naked Gun og aðrar Leslie Nielsen myndir. Tom Hanks hefur lært eftir þessa mynd að leika ekki í svona myndum sem aðskilja bilið á milli hans og Dan Aykroyd. Tom Hanks er alltaf góður leikari og því var áhugavert að sjá hann í þessari mynd. Myndin fjallar um tvær rannsóknarlöggur (Dan og Tom) í borg englanna - Los Angeles.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jack Webb, Dan Aykroyd, Tom Mankiewicz
Kostaði
$20.000.000
Tekjur
$66.673.516
Aldur USA:
PG-13