Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Act of Valor 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. mars 2012

The Only Easy Day was Yesterday

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Myndin fjallar um sérsveitarmenn sem fá það verkefni að frelsa CIA-starfsmann úr klóm mannræningja. Í framhaldinu komast þeir á snoðir um hryðjuverkahóp sem ætlar sér að gera mannskæða hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. Rannsókn málsins fer á fullan skrið og við ferðumst með þessum sérsveitarmönnum um allan heim þar sem þeir ráðast m.a. beint... Lesa meira

Myndin fjallar um sérsveitarmenn sem fá það verkefni að frelsa CIA-starfsmann úr klóm mannræningja. Í framhaldinu komast þeir á snoðir um hryðjuverkahóp sem ætlar sér að gera mannskæða hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. Rannsókn málsins fer á fullan skrið og við ferðumst með þessum sérsveitarmönnum um allan heim þar sem þeir ráðast m.a. beint inn í greni hryðjuverkamannanna hvar sem þeir hafa hreiðrað um sig. Baráttan er ekki án fórna en það er ljóst ef þessara sérþjálfuðu manna, sem eru tilbúnir að fórna lífi sínu, nyti ekki við þá værum við hin í vondum málum ...... minna

Aðalleikarar

Handrit

Einhverf afsökun fyrir "mynd"
Hvað gerist ef maður blandar þunnum söguþræði, hroðarlegri myndatöku, leikurum verri en sápuóperuleikarar og ÞREMUR slökum hasaratriðum saman? Þú færð Act of Valor, mynd sem á sæti yfir verstu myndir sem ég hef nokkruntímann á ævinni séð. Ég einfaldlega trúði því ekki að ég hafði eytt 1300 KRÓNUM í þennan horbjóð og enn undarlega, af hverju við félgarnir löbbuðum ekki út af í hlénu... eða fyrr!

Act of Valor lítur út eins og stúdentamynd í lélegri kantinum. Ef þeir myndu fá nokkrar sprengingar og flugvél. Kvikmyndatakan er djók og dolly-skotin voru stundum úr fókus, hristust til eða hikuðu aðeins. Sem er náttúrulega bara djók þegar maður er að setja þetta í kvikmyndahús. Loftskotin eru svo í pirrandi HD-formatti a la Public Enemies og það kemur svo hræðilega illa út að það hálfa væri nóg. En það er alls ekki versta við myndina, það er nefnilega leikurinn og línurnar sem þeir fá. Það er frekar kaldhæðnislegt að þetta á að vera raunverulegir hermenn og þannig því þeir eru svo staðlaðir og öll svokallað umhyggjan er bara eitthvað grín. Ég trúi því reyndar að þetta séu alvöru aðgerðir og taktík en hverju breytir það, þetta er bíómynd!
Kannski hafa Bandaríkjamenn gaman af því að horfa á hermenn skjóta sofandi terrorista í rúmi úr fókus en ég geri það ekki. Svo þegar maður er að kafna úr hlátri yfir jarðafaraatriði er ljóst að eitthvað hefur farið rangt. Það er eina sem ég get gefið myndinni eitthvað stig fyrir. Hún er svo slæm á köflum að það verður fyndið. Hún er samt yfir allt séð bara leiðinleg, leiðinleg og grútleiðinleg og ég horfði bara á úlnliðinn minn alla myndina. Ég sofnaði reyndar ekki en ég var alveg að dotta í endann.

Semsagt, eins og kemur frekar skýrt fram, sori að verstu gerð. Þetta er bara hneykslun og á meðan myndinni stóð missti ég allan áhugann að vinna við kvikmyndagerð í framtíðinni því ef ég myndi gera eitthvað svona væri ég með samviskubit alla mína ævi. Haldið ykkur langt langt frá þessari mynd og horfið á Black Hawk Down í staðinn.

2/10 (fyrir „fyndnu“ mómentin)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2013

Need for Speed - fyrsta stikla!

DreamWorks Pictures hefur birt fyrstu stikluna fyrir myndina Need for Speed sem gerð er eftir samnefndum tölvuleik. Með aðalhlutverkið fer Breaking Bad leikarinn Aaron Paul. Paul leikur götuökuþór og vélvirkja sem slæst í h...

13.12.2012

Lincoln fær flestar Golden Globe tilnefningar

Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna bandarísku voru birtar í dag, en það eru erlendir blaðamenn í Hollywood sem tilnefnda myndirnar. Hátíðin þykir jafnan gefa upptaktinn að því hvaða myndir eru líklegir Óskar...

07.11.2012

Captain America leikari í Dino viðræðum

Dominic Cooper, sem margir þekkja úr myndunum Captain America og Mamma Mia, þar sem hann lék kærasta Amanda Seyfried, á nú í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverk í tölvuleikjamyndinni Need For Speed, á móti Aaron Paul, sem þegar hefur samþyk...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn