Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Grey 2012

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. janúar 2012

Live or Die on this Day

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
Rotten tomatoes einkunn 61% Audience
The Movies database einkunn 64
/100

Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður. Eftir að flugvélin hefur stöðvast á snæviþöktum stað er enginn tími til að gleðjast fyrir þá sem lifðu nauðlendinguna af því enginn þeirra getur lifað til lengdar í því frosti sem þarna er. Þess utan eru mennirnir... Lesa meira

Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður. Eftir að flugvélin hefur stöðvast á snæviþöktum stað er enginn tími til að gleðjast fyrir þá sem lifðu nauðlendinguna af því enginn þeirra getur lifað til lengdar í því frosti sem þarna er. Þess utan eru mennirnir nánast matarlausir. Til að bæta gráu ofan á svart hafa öll fjarskiptatæki eyðilagst og vonin um að einhver muni finna þá áður en það er orðið of seint dofnar því strax og verður að engu. Það eina sem þeir geta gert er að axla það sem þeir hafa við höndina og freista þess að ganga til byggða. En þá tekur ekki betra við því að stór hópur af úlfum sem þarna lifa við erfiðar aðstæður verður var við mennina og er ekki á því að leyfa þeim að fara um svæðið. Þar með er hafin ísköld barátta sem á svo sannarlega eftir að taka á taugarnar ...... minna

Aðalleikarar

Ágæt mynd með Óskarsframmistöðu frá Neeson
Þeir sem mæta á þessa bíómynd með því hugarfari að myndin gæti einnig heitið Wolf Puncher verða hrikalega vonsviknir. Og þá meina ég, mjög! Án þess að fara of mikið út í það sýnir trailerinn örugglega meira af því en myndin sjálf. Það skemmdi samt ekki fyrir mér enda er dramamynd sem veður eiginlega öllu á frammistöðu Liam Neeson líka góð tilhugsun. Liam Neeson hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti leikarinn sem til er en hérna fær hann virkilega að skína. Það hefði kannski verið betra að sjá mynd þar sem allt er framúrskarandi og svo Liam Neeson því það væri mögnuð mynd. Í staðinn er hér mynd þar sem allt fellur í skugga Neeson fyrir utan eitt brenglað flugvélarslys.

Persónurnar eru frekar einhliða flest en svo kemur reyndar eitt stutt atriði í lokin sem bætir miklu við þær og var að mínu mati frekar „nice touch“. Joe Carnahan meðhöndlar hráa stílinn vel og býr til nokkur spennandi og grimm atriði hér og þar. Myndin fellur af og til niður og slekkur hreinilega á spennunni, sjaldan þó en samt. Á yfirborðinu er þetta mynd um blóðþyrsta úlfa en því lengra sem líður á myndina kemur mannlega dramað fram, frekar ólúmskt á köflum þar sem mennirnir tala einungis um fjölskyldu sína sem hefur sínar góðar og slæmar hliðar.

Þetta er mynd sem helst örugglega ekki lengi í minninu manns og heldur ekki mynd sem ég ætla að horfa á oft í viðbót. Mögulega aftur eftir nokkur ár en mér fannst hún samt spennandi á köflum, grimm og sorgleg. Þetta er mynd sem Liam Neeson heldur algjörlega á floti og allt sem hann gerir virkar, hvort það sé dramatískt voice-over eða harðir one-linerar. Myndin er líka með djarfasta Hollywood-endi sem ég hef séð í langan tíma og einnig hjálpar það að hann var mjög ófyrirsjáanlegur. Ég mæli algjörlega með myndinni og aðallega vegna frammistöðu Neeson ásamt flottri töku, stíl og fínu handriti.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.02.2021

Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast v...

03.01.2013

The Descendants er besta mynd 2012

Við áramót er það góður siður að gera topplista fyrir árið sem er nýliðið. Vignir Jón Vignisson á kvikmyndavefnum Svarthöfða hefur tekið saman tuttugu bestu myndir ársins 2012. Í samantekt hans segir að árið h...

30.10.2012

Crossbones grillar Captain America

Leikarinn Frank Grillo, sem þekktur er fyrir leik sinn í The Grey og End of Watch m.a., hefur verið ráðinn til að leika vonda kallinn Crossbones í Captain America 2; Captain America: The Winter Soldier.  "Takk allir!! Ég g...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn