Náðu í appið
Öllum leyfð

Bobby Fischer Against the World 2011

(Bobby Fischer: Genius and Madman)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. september 2011

The greatest match was in his mind.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Bobby Fischer var af mörgum álitinn einn af bestu skákmönnum heims. Í skákheiminum var hann brjálaði snillingurinn og „rokkstjarnan“ sem dó í örbirgð, einangraður og vænisjúkur. Hann borgaði frægðina háu verði sem færði hann til Íslands þegar hann stóð á hátindi hennar og eins undir lok ævinnar. Leikstjórinn Liz Garbus notar heimildaefni og viðtöl... Lesa meira

Bobby Fischer var af mörgum álitinn einn af bestu skákmönnum heims. Í skákheiminum var hann brjálaði snillingurinn og „rokkstjarnan“ sem dó í örbirgð, einangraður og vænisjúkur. Hann borgaði frægðina háu verði sem færði hann til Íslands þegar hann stóð á hátindi hennar og eins undir lok ævinnar. Leikstjórinn Liz Garbus notar heimildaefni og viðtöl til að segja sögu sem er skrítnari en skáldskapur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna FBI hélt skrár um einstæða, tilfinningakalda móður Fischer sem var gyðingur, og KGB, leyniþjónusta Sovétríkjanna, hélt skrár um hann. Enda einkenndi kaldastríðspólitík „einvígi aldarinnar“ gegn Spassky í Reykjavík árið 1972. Sérkennileg hegðun hans á seinni árum, gyðingahatur og andúð á Bandaríkjunum speglast í falli fyrri stórmeistara og gefið í skyn að snilligáfa Fischers tengdist geðveiki hans órjúfanlegum böndum.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn