Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

W.E. 2011

(Wallis og Edward)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. mars 2012

Their Affair ignited a scandal, their passion brought down an empire

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
Rotten tomatoes einkunn 48% Audience
The Movies database einkunn 37
/100
Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu búningahönnun. Lag Madonnu, Masterpiece, hlaut hins vegar Golden Globe-verðlaunin sem besta kvikmyndalag ársins.

Sagan af einhverju frægasta ástarsambandi 20. aldarinnar þegar erfingi bresku krúnunnar, Játvarður prins, afsalaði sér konungstign til að geta verið með og kvænst Wallis Simpson. Myndin gerist að hluta til í nútímanum og við kynnumst Wally Winthrop sem verður hugfangin af ástarsögunni þegar hún mætir á uppboð sem haldið er á eigum Wallis Simpson árið... Lesa meira

Sagan af einhverju frægasta ástarsambandi 20. aldarinnar þegar erfingi bresku krúnunnar, Játvarður prins, afsalaði sér konungstign til að geta verið með og kvænst Wallis Simpson. Myndin gerist að hluta til í nútímanum og við kynnumst Wally Winthrop sem verður hugfangin af ástarsögunni þegar hún mætir á uppboð sem haldið er á eigum Wallis Simpson árið 1998. Í framhaldinu einsetur Wally sér að skoða betur þátt Wallis í því máli sem skók bresku þjóðina þegar Játvarður prins tilkynnti í útvarpsávarpi að hann hefði ákveðið að taka ást sína til hinnar tvífráskildu Wallis fram yfir skyldur sínar sem erfingi bresku krúnunnar og afsalaði sér konungdóminum. Þetta þótti gríðarlegt hneyksli á sínum tíma og skók breska konungsdæmið rétt fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Meðfram rannsóknum Wallyar á málinu hverfum við aftur í tímann til að kynnast hinum raunverulegu atburðum sögunnar en fólk hafði á þeim tíma litla innsýn, ef einhverja, í hvernig Wallis sjálf leit á málið.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.01.2012

Óskarstilnefningarnar komnar inn!

Tilnefningar til 84. Óskarsverðlaunanna voru birtar í dag og má líta á helstu kvikmyndaflokkana hér fyrir neðan. Í ár fékk Hugo flestar tilnefningar, sem eru ellefu að talsins, og fylgir The Artist sterkt á eftir með t...

15.09.2011

Madonna sest í leikstjórasætið

 Listakonan Madonna, sem var í nokkur ár gift leikstjóranum Guy Ritchie, hefur nú sest í leikstjórastólinn sjálf. Um þessar mundir fer kvikmyndahátíðin í Toronto fram, og er Madonna mætt þangað með sögulegu dramamyndina, W...

02.09.2011

Madonna fær misjöfn viðbrögð við W.E.

Ný kvikmynd poppsöngkonunnar, leikstjórans og leikkonunnar Madonnu, W.E., var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær, fimmtudag. Viðtökur hafa verið blendnar, en fyrstu umfjallanir um myndina eru allt frá því a...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn