Annie
1982
Fannst ekki á veitum á Íslandi
The movie of 'Tomorrow'
126 MÍNEnska
50% Critics 39
/100 Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.
Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar. Annie er heillandi ung munaðarlaus stúlka sem býr á ömurlegu munaðarleysingjahæli sem rekið er af harðstjóranum Fröken Hannigan. Þessar frekar vonlausu aðstæður hennar breytast mikið þegar hún er valin til að eyða stuttum tíma á heimili auðugs hergagnaframleiðanda, Oliver Warbuck. Fljótlega þá heillar... Lesa meira
Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar. Annie er heillandi ung munaðarlaus stúlka sem býr á ömurlegu munaðarleysingjahæli sem rekið er af harðstjóranum Fröken Hannigan. Þessar frekar vonlausu aðstæður hennar breytast mikið þegar hún er valin til að eyða stuttum tíma á heimili auðugs hergagnaframleiðanda, Oliver Warbuck. Fljótlega þá heillar hún allt starfsliðið í húsinu og jafnvel hinn kaldlyndi Warbuck getur ekki annað en byrjað að þykja vænt um þessa yndislegu stúlku. Hann ákveður að hjálpa Annie að finna foreldra sína sem hún týndi fyrir margt löngu með því að bjóða þeim verðlaun ef þau koma til hans og geta sannað hver þau eru. Fröken Hannigan, hinn illviljaði bróðir hennar Rooster, og ein kona til, ákveða að þykjast vera foreldrar Annie til að fá verðlaunin handa sjálfum sér, sem setur Annie í mikla hættu. ... minna