Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

My Week with Marilyn 2011

Frumsýnd: 6. janúar 2012

Vikan sem breytti öllu

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Myndin er tilnefnd til 3 Golden Globe verðlauna, sem besta mynd ársins í flokki gaman-og söngmynda og bæði Michelle Williams og Kenneth Branagh fengu tilnefningu sem bestu leikarar ársins.

Myndin segir frá einni viku sem Colin nokkur Clark eyddi með stærstu stjörnu heims á meðan á tökum á myndinni The Prince and the Showgirl fór fram sumarið 1956 á Englandi. Sagan er byggð á tveimur dagbókum Colin Clarks sem þá var nýskriðinn úr Oxfordháskólanum og hafði tekist að fá vinnu sem aðstoðarmaður við gerð myndarinnar eftir mikla þrautsegju.... Lesa meira

Myndin segir frá einni viku sem Colin nokkur Clark eyddi með stærstu stjörnu heims á meðan á tökum á myndinni The Prince and the Showgirl fór fram sumarið 1956 á Englandi. Sagan er byggð á tveimur dagbókum Colin Clarks sem þá var nýskriðinn úr Oxfordháskólanum og hafði tekist að fá vinnu sem aðstoðarmaður við gerð myndarinnar eftir mikla þrautsegju. Það upphófst mikið fjölmiðlafár í Bretlandi þegar Marilyn kom til London til að leika í myndinni í leikstjórn sjálfs Sir Laurence Olivier, konungs enskra leikara á þeim tíma. Með í för var eiginmaður Marilyn, rithöfundurinn frægi Arthur Miller, en þau voru þá nýgift og í raun var ferðin til Englands hluti af brúðkaupsferð þeirra. Þegar Arthur ákveður að fara heim til Bandaríkjanna til að hitta börnin sín á undan Marilyn varð hún bæði óörugg og einmana og leitaði til Colins sem var að sjálfsögðu meira en fús til að gera hvað sem er fyrir þessa fegurstu og frægustu kvikmyndastjörnu heims. Á meðan varð Sir Laurence Olivier sífellt stirðari í skapi yfir óstundvísi og sérlundi Marilyn sem tafði tökur og ljóst að eitthvað varð að láta undan...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn