Náðu í appið
Öllum leyfð

Algjör Sveppi og töfraskápurinn 2011

(The Magic Wardrope)

Frumsýnd: 9. september 2011

Stærsta ævintýrið til þessa

90 MÍNÍslenska

Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Nú er illt í efni og versnar til muna þegar í ljós kemur að illmenni í útlöndum ásælist skápinn og lætur ræna honum. Þar með hefst æsilegur eltingarleikur og ævintýri þar... Lesa meira

Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Nú er illt í efni og versnar til muna þegar í ljós kemur að illmenni í útlöndum ásælist skápinn og lætur ræna honum. Þar með hefst æsilegur eltingarleikur og ævintýri þar sem þeir Sveppi, Villi og Gói þurfa að elta bófana, svindla sér inn á Þjóðminjasafnið, hjóla um á þotuhjólum og læra á fljúgandi húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn berst síðan um víða velli, út á sjö, upp í loft og meira að segja upp á jökul. Útsjónarsemi félaganna er sem fyrr með ólíkindum og þótt hætturnar leynist við hvert fótmál fer svo að lokum að sagan fær farsælan endi og sannar um leið hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel ...... minna

Aðalleikarar

Handrit

Góð barnamynd eða fljótt unnin peningaryksuga?
Þegar kemur að mynd eins og þessari er ekki mikið hægt að segja. Þetta er ein af örfáum myndum sem er 100% gagnrýnendavarin útaf því að allir sem vita af tilvist hennar eru löngu búnir að ákveða hvort þeir ætli að sjá hana eða ekki. Þeir sem hafa séð báðar hinar Sveppamyndirnar, og líkað rosalega vel við þær (af einhverjum ástæðum), eru eflaust búnir að ákveða sig með þessa. Ég býst fastlega við því að 98% af þessu fólki eru líklegast undir 10 ára aldri og þekkja ekki góðar eða slæmar myndir í sundur. Aftur á móti eiga þeir sem hafa lítið sem ekkert álit á þessum myndum eða gáfust hugsanlega upp eftir að hafa gefið síðustu mynd séns eiga, ekkert erindi hingað.

Ef Leitin að Villa og Dularfulla hótelherbergið komu þér í gott skap þá eru miklar líkur á því að þessi geri það líka. Þótt ég myndi aldrei nokkurn tímann skella einhverjum toppmeðmælum á hana þá var ég persónulega hrifnari af annarri myndinni heldur en fratinu sem sú fyrri var. Í hnotskurn eru samt allar þrjár myndirnar eins; handritsvinnan er óvönduð, hasarinn illa myndaður, brellurnar lélegar, tónninn yfirdrifinn og auglýsingar halda að þær séu faldar (66° Norður í þetta sinn - ekki mjög lúmskt). Leikararnir eru samt fínir og þegar kjánahrollurinn hverfur getur húmorinn verið nokkuð ágætur.

Bæði kostir og gallar þessa "þríleiks" sveiflast með hverri mynd, og í tilfelli Töfraskápsins eru t.d. green screen-senurnar svo ódýrar að maður fær illt í augun. Leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson hefur ekkert bætt sig heldur með hasarinn en sem betur fer hefur barnaskapurinn farið aðeins minnkandi síðan hann gerði fyrstu myndina. Drengirnir Sveppi, Gói og Villi smella enn og aftur vel saman en eru voða sjaldnar fyndnir í þessari umferð. Ekki einu sinni Villi, sem hingað til hefur staðið sig eins og einhvers konar smábarnasnillingur. Einu skiptin sem ég hló upphátt voru í atriðum með Ladda og Steinda. En ekki samt taka mark á mér þar sem ég tilheyri ekki markhóp myndarinnar, og það virðist ekki vera ætlunarverk Braga að ná langt út fyrir hann.

Börn dýrka Sveppamyndirnar vegna þess að þær eru fullar af hamagangi og hugmyndum sem maður sér venjulega aldrei í íslenskum myndum. Með aðeins meira fjármagni hefðu þessar hugmyndir litið betur út á skjánum segi ég, en þegar uppi er staðið er mér slétt sama um þessar myndir. Þær gegna sínum tilgangi og foreldrar krakkanna eru sáttir vegna þess að þær eru jákvæðar, einfaldar, saklausar og fljótar að renna í gegn. Ég væri þakklátastur fyrir þetta síðasta ef ég færi til að horfa á svona mynd.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.09.2011

Sveppi flýgur á toppinn, lítil aðsókn vestanhafs

Það kemur fáum á óvart hvaða mynd hreppti efsta sætið í bíó um helgina en Algjör Sveppi og töfraskápurinn er ótvíræður sigurvegari og tók inn rúmlega 10 þúsund manna aðsókn allt í allt. Fimm aðrar myndir voru...

19.02.2012

Eldfjall sigursæl á Eddunni

Edduverðlaunin 2012 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í gærkvöldi. Eftirfarandi verk unnu til verðlauna: Kvikmynd ársins Eldfjall Leikið sjónvarpsefni ársins Pressa 2 Frétta- eða viðtal...

19.09.2011

Sveppi enn á toppnum, Simbi sigrar BNA

Þriðja árið í röð kemur Sveppi með nýja bíómynd og rústar allri samkeppni. Barnamyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn tekur toppsæti vinsældarlistans aðra helgina í röð og er aðsóknarfjöldi kominn núna upp í tæ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn