Adam Resurrected
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
106 MÍNEnska
37% Critics 58
/100 Árið er 1961 og Adam Stein (Jeff Goldblum) er sjúklingur á geðsjúkrahúsi í Ísrael. Þessi stofnun var sett á laggirnar fyrir þá sem lifðu af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Adam þessi er afar sérstakur, þar sem hann getur lesið hugsanir og kemur læknunum sífellt á óvart með sjarma sínum og óvæntum brellum og brögðum. Ástæðan... Lesa meira
Árið er 1961 og Adam Stein (Jeff Goldblum) er sjúklingur á geðsjúkrahúsi í Ísrael. Þessi stofnun var sett á laggirnar fyrir þá sem lifðu af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Adam þessi er afar sérstakur, þar sem hann getur lesið hugsanir og kemur læknunum sífellt á óvart með sjarma sínum og óvæntum brellum og brögðum. Ástæðan fyrir þessu er sú að fyrir stríðið var hann vinsæll skemmtikraftur, elskaður af bæði almenningi og nasistum – þar til hann var sendur í útrýmingarbúðirnar. Hann náði að bjarga lífi sínu með því að bjóðast til að verða „hundur“ herforingjans Klein (Willem Dafoe) og skemmti honum í því hlutverki á sama tíma og eiginkona og dóttir Adams voru sendar í gasklefann. Nú, mörgum árum eftir stríðið, er Adam ennþá að venjast því að vera „maður“ aftur og komast yfir atburðina í stríðinu. En hjálpin á eftir að koma frá óvæntum stað...... minna