Náðu í appið
Öllum leyfð

Súðbyrðingur - saga báts 2010

Frumsýnd: 22. janúar 2011

57 MÍNÍslenska

Fjórir menn ákveða að smíða eftir staðarskektunni ,,Björg”, bát sem hafði fúnað í grasi í Reykhólasveit. Smíð þessa báts er leiðarhnoð í frásögn af þróun súðbyrðingsins á Norðurlöndum. Haffærni þessara skipa ásamt kunnáttu í siglingum gerðu norrænum mönnum kleift að halda upp fljót Rússlands, sem og vestur um Miðjarðarhafið, hvort... Lesa meira

Fjórir menn ákveða að smíða eftir staðarskektunni ,,Björg”, bát sem hafði fúnað í grasi í Reykhólasveit. Smíð þessa báts er leiðarhnoð í frásögn af þróun súðbyrðingsins á Norðurlöndum. Haffærni þessara skipa ásamt kunnáttu í siglingum gerðu norrænum mönnum kleift að halda upp fljót Rússlands, sem og vestur um Miðjarðarhafið, hvort sem var til verslunar, rána, eða landkönnunar. En í daglegu amstri hafa ýmsar gerðir þróast af bátnum, bæði í Eystrasalti og við strendur Norður-Atlantshafs. Hefur hann mótast eftir aðstæðum á hverjum stað. Báturinn er trúarlegt tákn. Í þessum ,,báti” sem kvikmyndin er, rúmast margt, svo sem handbragð, heiðindómur, verslunarsaga, veiði, dauði og hátíðir. Í gegnum báta og skip tengjast hættir og saga þeirra þjóða sem búa á Norðurlöndum.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn