Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rare Exports 2010

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

This Christmas everyone will believe in Santa Claus

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
Rotten tomatoes einkunn 70% Audience
The Movies database einkunn 71
/100

Á aðfangadagskvöld í Finnlandi. Sjálfur jólasveinninn finnst við fornleifauppgröft. Stuttu síðar byrja börn að hverfa. Feðgar elta Jóla uppi og hyggjast selja hann til fyrirtækisins sem fjármagnaði uppgröftinn. En þá skerast jólaálfarnir í leikinn, staðráðnir í að frelsa leiðtoga sinn…

Aðalleikarar

Góð hugmynd á blaði...
ÞESSI UMFJÖLLUN INNIHELDUR MEÐALSPOILERA, HELST EKKI LESA EF ÞÚ ÆTLAR ÞÉR AÐ SJÁ MYNDINA

Þessi mynd hefur slegið í gegn og hefur verið tekin til sýningja í öðrum löndum en heimalandinu sínu þ.á.m í Englandi. Myndin fjallar í stuttu máli um hinn alvöru jólasvein. Hugmyndin um að gera ,,hryllingsmynd'' (alls ekki mín skoðun að þetta sé hrollur) með jólasvein er snilld og hefði getað komið mjög vel út en mistekst kannski aðeins.

Það sem mér finnst skrítið við myndina er að hún er ekki alveg viss hvað hún er. Hún er aðeins of drungaleg til þess að vera létt skemmtun en heldur ekki hrollur því hún er ekkert sérstaklega drungaleg og það er varla ofbeldi í henni. Myndin hefði bætt sig mjög mikið í einkunn hjá mér hefði mennirnir bara byrjað að skjóta á allt og alla og myndin verið svona B-hrollvekja. Það hefði verið fjör! Ímyndið ykkur bara Planet Terror en í staðinn fyrir zombies eru jólasveinar (eða álfar)! Það hefði verið awesome!

Í stað þess er í byrjun mjög tense andrúmsloft og myndin mjög lengi að byrja. Svo þegar hún byrjar loksins á einhverju almennilegu er myndin næstum því búinn og svo er hún bara búinn á allt of einfaldri lausn. Reyndar gamansöm en samt!

Leikararnir eru fínir og myndatakan einnig í meðallagi, reyndar frekar góð. Tónlistin undir passar þema myndarinnar. Ekki horfa á trailerinn ef þú ætlar á myndina. Trailerinn bendir til þess að þetta sé non-stop action-ride með fullt af bregðum. Einn svalasti trailer sem ég séð! En ekki myndin, sem er rétt í meðallagi, nokkur góð móment og fyndnar línur en ekki meira en það... 5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2015

Samuel L. Jackson leikur forseta

Fyrsta stiklan úr finnsku kvikmyndinni Big Game, með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki var opinberuð í dag. Myndin er framleidd af þeim sömu og færðu okkur Rare Exports. Að þessu sinni leikur Jackson forseta Bandaríkjanna....

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn