Náðu í appið
Öllum leyfð

Catfish 2010

Justwatch

Frumsýnd: 12. nóvember 2010

Don't let anyone tell you what it is.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Heimildamynd um ungan ljósmyndara sem kynnist ungri stúlku með mikla listhæfileika á Facebook, eftir að hún sendir honum málverk af ljósmynd sem hann tók og birtist í dagblaði. Ljósmyndarinn kynnist fjölskyldu stúlkunnar og fellur fyrir systur hennar; einnig í gegnum Facebook. Vinir ljósmyndarans eru kvikmyndargerðarmenn og ætla sér að gera heimildarmynd um... Lesa meira

Heimildamynd um ungan ljósmyndara sem kynnist ungri stúlku með mikla listhæfileika á Facebook, eftir að hún sendir honum málverk af ljósmynd sem hann tók og birtist í dagblaði. Ljósmyndarinn kynnist fjölskyldu stúlkunnar og fellur fyrir systur hennar; einnig í gegnum Facebook. Vinir ljósmyndarans eru kvikmyndargerðarmenn og ætla sér að gera heimildarmynd um kornunga málarasnillinginn en þegar maðkar fara að finnast í mysunni þá tekur heimildarmyndin óvænta stefnu. Ljósmyndarin og vinirnir leggja land undir fót og ætla sér að heimsækja stúlkuna og fjölskyldu hennar og kemur þá berlega í ljós að ekki er allt sem sýnist í netheimum. ... minna

Aðalleikarar

Handrit

Bíðið nú við...
Ef Catfish væri gerviheimildarmynd (þ.e. mocumentary) þá myndi ég kalla hana ófullnægjandi og bitlausa. Hins vegar er hún skráð sem alvöru heimildarmynd, sem breytir áhorfinu talsvert, og ef ég myndi kaupa það sem gerist í henni myndi ég kalla hana ýmsum jákvæðum nöfnum. Vandinn er bara sá að ég trúi því engan veginn að hún sé raunveruleg, sama hvað aðstandendur segja.

Ég hef séð margt ófyrirsjáanlegt og áhugavert gerast í heimildarmyndum sem gæti kallast merkilegt og á sama tíma tilviljanakennt, en þessi mynd er heldur betur að lítilækka þig sem áhorfanda ef hún ætlast til þess að þú trúir öllu sem skeður, því nákvæmlega "hvernig" hlutir gerast er vægast sagt ótrúverðugt á köflum.

(framundan eru léttir spoilerar, þ.e.a.s. ef hægt er að spoila heimildarmynd)

Það gerir mann næstum því sturlaðan þegar maður sér hvað aðstandendur þessarar myndar (þ.e. "stjarnan" og leikstjórarnir) urðu heppnir með myndefni þegar á tökum stóð. Það festist gjörsamlega allt á filmu sem tengir efnið saman og skyndilega er atburðarás búin að myndast, nánast með tilbúnum söguþræði og uppbyggingu í kringum hana. Myndavélin hefði þurft að vera í gangi hér um bil allan sólarhringinn til að slík lukka gæti átt sér stað, og þá svona oft. Maður spyr sig líka hvers vegna leikstjórarnir ákváðu skyndilega bara að kvikmynda líf manns sem var hvergi nálægt því að vera framúrskarandi eða áhugavert, a.m.k. fyrr en vissar upplýsingar komu í ljós.

Semsagt; annaðhvort erum við að tala um óviðjafnanlega heppni eða meirihluti myndarinnar er sviðssettur.

Ef Catfish myndi viðurkenna að hún væri sviðsett þá hefði miklu meira mátt gera með efnið. Af hverju segi ég það? Því hún er ótrúlega oft bara fjandi leiðinleg. En segjum svo að þetta hafi allt gerst eins og myndin sýnir það. Ef svo er, þá verð ég að segja að það sem skeður á skjánum er gríðarlega brenglað og merkilegt. En kannski er öll myndin sönn og bara mestmegnið af því sem við sjáum kvikmyndað er endurleikið. Hver veit?

Það er erfitt að meta hvað mér fannst nákvæmlega um myndina. Skilaboðin eru mjög sterk sama hvort innihaldið sé satt eða ekki. Ég mun samt aldrei neyða mig í það að kíkja aftur á myndina. Ég ætla samt ekki að rakka hana niður á botninn því ég vil ekki segja fólki að forðast hana. Ég mæli í rauninni með að þið tékkið á henni sjálf og sjáið hverju þið trúið. Hún mun allavega vekja upp margar umræður, svo mikið er víst.

4/10

Eitt enn: Ég hef sjaldan séð jafn villandi trailer fyrir kvikmynd. Í fullri alvöru, ef þið horfið á hann þá mun myndin svo sannarlega valda ykkur MIKLUM vonbrigðum. Ég er mjög feginn að hafa ekki kynnt mér hann fyrst. Þá hefði heildarniðurstaðan pirrað mig margfalt meira.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.04.2020

Þessar unglingamyndir skaltu forðast á Netflix

Súrir tímar kalla á súrar dægrastyttingar. Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum og virðist vera nóg framboð efnis sem hentar hverjum og einum. Því kemur það ekki ...

15.09.2013

Þrælamynd best í Toronto

Mynd breska leikstjórans Steve McQueen, 12 Years a Slave, vann í dag aðal áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú er að ljúka. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Northup frá ...

17.02.2012

Ágæt endurtekning á þreyttri rútínu

Paranormal Activity er saklausa, yfirnáttúrlega útgáfan af Saw-seríunni. Allavega hefur þróunin hingað til verið mjög svipuð. Báðar seríurnar byrjuðu ótrúlega vel en þá komu líka út ferskar og sjálfstæðar kvik...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn