Náðu í appið
Inside Job
Öllum leyfð

Inside Job 2010

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 5. nóvember 2010

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 88
/100

Mynd sem fjallar ítarlega um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala, olli atvinnuleysi hjá miljónum manna og fjöldi manns missti heimili sitt og aðrar eigur. Þetta er mynd um verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er unnin upp úr rannsóknum og viðtölum... Lesa meira

Mynd sem fjallar ítarlega um efnahagshrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20 trilljónir Bandaríkjadala, olli atvinnuleysi hjá miljónum manna og fjöldi manns missti heimili sitt og aðrar eigur. Þetta er mynd um verstu niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan kreppan mikla á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er unnin upp úr rannsóknum og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í fjármálalífinu, stjórnmálalífinu, blaðaheiminum, og háskólasamfélaginu, í Bandaríkjunum, Íslandi, Englandi, Frakklandi, Singapore og Kína. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Must-see heimildamynd
Inside Job vann Óskarsverðlaunin um daginn sem besta heimildamynd 2010 og ekki að ástæðulausu, hún fjallar um Wall Street hrunið 2008 og heimskreppuna í kjölfar þess á straight forward hátt.

Myndin er byggð upp á nokkrum köflum, hún hefst á því að fjalla um hvað leiddi af sér kreppuna og endar á því að fjalla um hvar við stöndum í dag. Matt Damon er sögumaðurinn, það er hress tónlist og mjög opinská viðtöl við fólk sem tengist hruninu á Wall Street.

Það eru margir komnir með leið á umtalinu um kreppuna og fréttir um það að við séum í ennþá dýpri skít en við héldum. En þessi mynd er fersk og er virkilega áhugavert að sjá viðtölin og fáranlegu, jafnvel hlægileg svör sumra viðmælanda um hrunið.

Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita meira um alheimskreppuna og afhverju Wall Street hrundi. Eini galli þessarar myndar er að hún nær ekki að grafa alveg nógu djúpt í málið en það er eiginlega bara vegna tímaleysis (hún er tæplega tveir tímar). Annars mun fólk koma fróðari út úr bíósalnum og jafnvel í sjokki yfir staðreyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn