Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Burlesque 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. janúar 2011

It Takes a Legend to Make a Star

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Burlesque leikhúsið má muna sinn fífil fegurri. Tess, fyrrum dansari og eigandi staðarins, á í erfiðleikum með að halda leikhúsinu í rekstri, og á í allskonar fjárhagslegum og listrænum erfiðleikum. Leikarar sem vinna við leikhúsið eru sífellt minna með á nótunum þar sem þeir glíma sjálfir við ýmis persónuleg vandamál, auk þess sem auðkýfingur... Lesa meira

Burlesque leikhúsið má muna sinn fífil fegurri. Tess, fyrrum dansari og eigandi staðarins, á í erfiðleikum með að halda leikhúsinu í rekstri, og á í allskonar fjárhagslegum og listrænum erfiðleikum. Leikarar sem vinna við leikhúsið eru sífellt minna með á nótunum þar sem þeir glíma sjálfir við ýmis persónuleg vandamál, auk þess sem auðkýfingur hefur áhuga á að kaupa húsið af Tess. Það er því allt Tess í óhag. Smábæjarstúlkan Ali er ráðin til hússins sem þjónustustúlka og heillast af leikhúsinu, og með stuðningi vina sem hún eignast í leikhúsinu fær hún draum sinn uppfylltan um að leika á sviði, auk þess sem hún syngur eins og engill og verður aðal aðdráttaraflið á staðnum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Nokkuð flott sýning sem ég hef séð áður
Burlesque er svo mikil uppsöfnuð hrúga af klisjuleifum að þú gætir næstum því púslað henni saman úr öðrum myndum. Það er smá af Chicago í henni, örlítið af Showgirls (mínus allt sem skipti máli við þá mynd, sjónrænt séð) og mikið af "snilldinni" Coyote Ugly. Allt sem kemur inn á milli eru frásagnarformúlur og persónutengdar klisjur sem við höfum séð oftar en hollt getur talist. Það er sjaldan gaman þegar maður horfir á bíómynd og getur sagt eftir fyrstu þrjár senurnar hvernig hún mun öll spilast út, nánast frá upphafi til enda, en það er einmitt tilfellið hér. Ofan á þessa vankanta bætist síðan við langdregni og einhver flýttasti og mest ósannfærandi endir sem hægt er að ímynda sér, og ég grínast ekki með það að bókstaflega öll sagan og hvert einasta vandamál er leyst á innan við 5 mínútum. Skyndilega koma lausnir upp úr þurru og allir hnútar eru snyrtilega hnýttir. Það er í rauninni skuggalega fyndið!

Þetta þýðir samt ekki að myndin sé laus við kosti því burtséð frá máttlausa og kunnuglega innihaldinu eru umbúðirnar alveg glansandi, og ekki síður grípandi á augað og fáklæddu gellurnar í myndinni (stelpur, trúið mér þegar ég segi að þessi mynd höfðar alveg jafn mikið til stráka og ykkar – augljóslega ekki af sömu ástæðum þó). Það er fullt af flott uppsettum söng- og dansatriðum með fínum lögum. Myndatakan er góð og litapallettan gerir rammana e.t.v. meira sexý. Christina Aguilera er heldur ekki slæm í sínu fyrsta alvöru hlutverki. Hlutverkið hennar ætlast ekki til mikils af henni sem hún er ekki þegar reynd í. Hún er allavega langt frá því að vera óþolandi eða pínleg og það er stór plús í sjálfu Cher. Hvað sextugu söngdívuna varðar er ekki mikið hægt að segja. Hún er auðvitað góð leikkona almennt en ef hlutverkið er eins hefðbundið og það er hér þá er lítið gott um það að segja. Söngatriði hennar voru líka án efa þau leiðinlegustu, sérstaklega þegar hún söng ein í klúbbnum eftir lokun. Markmið atriðisins var greinilega að slá á tilfinningalega strengi en mér fannst það bara þurrt og óspennandi til áhorfs. Það er líka eitthvað svo Cherstakt við það að horfa á konuna með galopinn munn þegar hún syngur, eins og andlit hennar neiti gjörsamlega að bjóða upp á það. Annars sýndu karlmennirnir í aukahlutverkunum mikinn lit, helst þá þeir Stanley Tucci (sem stelur alltaf senunni þegar hann leikur í stelpumyndum) og Cam Gigandet. Fyrrum Twilight-illmennið kom mér mikið á óvart og hefur dálítið batnað í áliti hjá mér. Áður en það gerðist fannst mér alltaf eins og hann hafði bara takmörkuð svipbrigði upp á að bjóða – svipað og Cher.

Burlesque er bitlaus klisjuréttur sem ungar stelpur ættu að hafa meira gaman að heldur en þær eldri. Hvað mitt alit varðar flokkast hún í "hvorki-góð-né-slæm" dálkinn. Ég gat alls ekki sagt að mér hafi leiðst yfir henni á köflum, og glansandi kroppasýningar sáu vel til þess. Ef karlmenn ætla Cher að kíkja á þessa mynd þá mæli ég með stórum skjá í háskerpugæðum svo hægt sé að góna á þá staði þar sem nektin sést nææææstum því.

Ég segi 5 standpínur af 10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.01.2011

Razzie-tilnefningarnar opinberaðar

Nýlega voru tilnefningar til Óskarsverðlaunanna opinberaðar en það eru margar myndir sem berjast um gullstyttunna fallegu. En það er önnur verðlaunahátíð væntanleg sem Hollywood-menn eru ekki alveg jafn spenntir fyrir,...

17.01.2011

Golden Globe sigurvegarar - í beinni!

Kvikmyndir.is vakir að sjálfsögðu fram á nóttina og fylgist með Golden Globe verðlaunahátíðinni. Að þessu sinni er það Ricky Gervais sem er kynnir, en hér fyrir neðan má sjá allar þær tilnefningar sem við koma kvikmyndum og ...

10.01.2011

Klovn langvinsælust á Íslandi - True Grit á toppinn í USA

Klovn: The Movie fer greinilega vel ofan í Íslendinga, því aðra helgina í röð er hún vinsælust í bíóum hér á landi. Fékk hún tæpa 7.000 áhorfendur í bíó um helgina og er þegar komin í tæpa 20.000 áhorfendur á aðeins ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn