Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær kvikmynd sem því miður er ekki "fræg"
Ég leigði þessa mynd útaf því að snillingurinn Ian Mckellen leikur í henni, en eftir að horfa smá á myndinna komst ég að því að það er ekki bara Ian Mckellen sem gerir þessi mynd góð.
Þessi mynd fjallar um mann sem fer á geðveikrahæli til þess að rannsaka fortíð föður síns sem skrifaði fræga barnabók, hann kynnist sjúkling(Ian Mckellen) sem kemur honum meira á óvart því meira sem hann kynnist honum.
Leikararnir í þessari mynd eru allir frábærir, hver og einn vel valinn í sitt hlutverk og tónlistin samin fyrir þessari mynd er líka mjög góð.Handritið er vel skrifað og söguþráðurinn er töfrandi og skemtilega góður.
Það er hinsvegar ástarsaga sem gerist líka í þessari mynd sem er alltílagi þrátt fyrir að hún gæti verið óþörf.
Aaron Eckhart leikur vel í þessari mynd, þar á meðal leikur líka Nick Nolte og Brittany Murphy sem skila hlutverkunum sínum vel.
En ég held að þessi mynd væri ekki eins góð ef ekki væri fyrir frábæra leikhæfileika hans Ian Mckellen.
Ég gef þessa frábæru "fölnu" mynd 8,5 ef ekki 9 af 10
Ég leigði þessa mynd útaf því að snillingurinn Ian Mckellen leikur í henni, en eftir að horfa smá á myndinna komst ég að því að það er ekki bara Ian Mckellen sem gerir þessi mynd góð.
Þessi mynd fjallar um mann sem fer á geðveikrahæli til þess að rannsaka fortíð föður síns sem skrifaði fræga barnabók, hann kynnist sjúkling(Ian Mckellen) sem kemur honum meira á óvart því meira sem hann kynnist honum.
Leikararnir í þessari mynd eru allir frábærir, hver og einn vel valinn í sitt hlutverk og tónlistin samin fyrir þessari mynd er líka mjög góð.Handritið er vel skrifað og söguþráðurinn er töfrandi og skemtilega góður.
Það er hinsvegar ástarsaga sem gerist líka í þessari mynd sem er alltílagi þrátt fyrir að hún gæti verið óþörf.
Aaron Eckhart leikur vel í þessari mynd, þar á meðal leikur líka Nick Nolte og Brittany Murphy sem skila hlutverkunum sínum vel.
En ég held að þessi mynd væri ekki eins góð ef ekki væri fyrir frábæra leikhæfileika hans Ian Mckellen.
Ég gef þessa frábæru "fölnu" mynd 8,5 ef ekki 9 af 10