Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Neverwas 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Every fairy tale needs its hero.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics

Geðlæknir yfirgefur feril sinn í akademíunni til að vinna á stofnun þar sem faðir hans, þekktur barnabókahöfundur, bjó áður en hann skrifaði þekkta barnabók. Hann verður undrandi þegar hann kemst að því að ævintýralandið sem faðir hans skrifaði um er til í raun og veru.

Aðalleikarar

Frábær kvikmynd sem því miður er ekki "fræg"
Ég leigði þessa mynd útaf því að snillingurinn Ian Mckellen leikur í henni, en eftir að horfa smá á myndinna komst ég að því að það er ekki bara Ian Mckellen sem gerir þessi mynd góð.
Þessi mynd fjallar um mann sem fer á geðveikrahæli til þess að rannsaka fortíð föður síns sem skrifaði fræga barnabók, hann kynnist sjúkling(Ian Mckellen) sem kemur honum meira á óvart því meira sem hann kynnist honum.
Leikararnir í þessari mynd eru allir frábærir, hver og einn vel valinn í sitt hlutverk og tónlistin samin fyrir þessari mynd er líka mjög góð.Handritið er vel skrifað og söguþráðurinn er töfrandi og skemtilega góður.
Það er hinsvegar ástarsaga sem gerist líka í þessari mynd sem er alltílagi þrátt fyrir að hún gæti verið óþörf.
Aaron Eckhart leikur vel í þessari mynd, þar á meðal leikur líka Nick Nolte og Brittany Murphy sem skila hlutverkunum sínum vel.
En ég held að þessi mynd væri ekki eins góð ef ekki væri fyrir frábæra leikhæfileika hans Ian Mckellen.
Ég gef þessa frábæru "fölnu" mynd 8,5 ef ekki 9 af 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn