Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Roman Holiday 1953

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The gayest spree a girl ever had!

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Þrenn Óskarsverðlaun. Audrey Hepburn fyrir leik, handritið valið best og besta búningahönnun. Hepburn fékk einnig Golden Globes verðlaunin.

Hin leiða og ofverndaða prinsessa Ann sleppur frá vörðum sínum og verður ástfangin af bandaríska fréttamanninum Joe Bradley í Róm.

Aðalleikarar

Klassísk Rómantík
Roman Holiday er rómantísk gamanmynd frá sjötta áratugnum. Í aðalhlutverki eru einir virtustu leikarar gömlu Hollywood Audrey Hepburn og Gregory Peck.

Myndin fjallar um prinsessuna Ann (Audrey Hepburn) sem er komin með leið á ferðalagi sínu um Evrópu þar sem að hver einasta stund er bókuð af leiðindum. Hún ákveður því að strjúka að heiman eitt kvöldið og hittir fyrir tilviljun blaðamanninn Joe Bradley (Gregory Peck). Hún sofnar heima hjá honum og eftir að hafa áttað sig á því hver hún er ákveður hann að skrifa frétt um hana og selja hana dýrum dómi. Þau eyða deginum saman í Róm en eftir yndislegan dag veit Joe ekki lengur hvað hann á að gera, selja söguna eða ekki.

Myndin er klassísk rómantísk gamanmynd það eru ódauðlegar setningar í henni eins og ,,I wouldn't call you trouble". Myndin er skemmtileg og þægileg að horfa á. Aðalleikararnir standa sig vel og er gaman að segja frá því að þetta var fyrsta Hollywood mynd Audrey Hepburn. Eini gallinn myndarinnar myndi ég segja að væri lengdin hún verður dálítið langdregin í byrjun og í endann. Þrátt fyrir það er hér á ferð mynd sem að hefur verið horft á í sextíu ár af góðri ástæðu, hún virkar vel á fólk.

Þetta er must-see mynd fyrir Audrey Hepburn aðdáendur og ágætis skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af rómantískum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn