Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fish Tank 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi
123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Fish Tank segir frá hinni 15 ára Miu (Jarvis), en hún á í miklum vandræðum með eigið skap og er stöðugt að koma sér í vandræði. Hún er rekin úr skóla og er hálf-útskúfuð úr svokölluðum vinahóp sínum. Einn góðan sumardag kemur móðir hennar (Kierston Wareing), sem seint verður kölluð afburðagóð fyrirmynd, heim með nýjan mann upp á arminn. Heitir... Lesa meira

Fish Tank segir frá hinni 15 ára Miu (Jarvis), en hún á í miklum vandræðum með eigið skap og er stöðugt að koma sér í vandræði. Hún er rekin úr skóla og er hálf-útskúfuð úr svokölluðum vinahóp sínum. Einn góðan sumardag kemur móðir hennar (Kierston Wareing), sem seint verður kölluð afburðagóð fyrirmynd, heim með nýjan mann upp á arminn. Heitir hann Connor, er afar dularfullur, fjallmyndarlegur og allt öðruvísi en ólukkumennirnir sem hún hefur dregið heim til þeirra undanfarið. Mia fer smám saman að treysta Connor og líta meira upp til hans eftir því sem hann sýnir betur að hann ætli að breyta gæfu fjölskyldunnar til góðs, en forvitni Miu og hrifning hennar á Connor á þó eftir að setja strik í reikninginn.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn