Náðu í appið

The Roaring Twenties 1939

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
Rotten tomatoes einkunn 89% Audience

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Cagney klikkar ekki.
Á meðal bestu glæpa mynda síns tíma, The Roaring Twenties leiðir mann í gegnum áhugavert lífsskeið Eddie Bartlett's (James Cagney) Þar sem að hann snýr heim að lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar að hann ætlar að endurheimta vinnu sína, fær hann að kynnast hvernig heimurinn er að breytast, þ.e.a.s. enga vinnu er að fá. Hann neyðist til að keyra leigubíl, slysast út í að skutla áfengi og tekur loks að framleiða það í stórum stíl. Kvikmyndin er þar með sagt um uppbyggingu glæpaveldis á þriðja áratugnum, með hjálp áfengisbannsins.
The Roaring Twenties inniheldur príðis leikaraval. svosem, Cagney og Humphrey Bogart, ásamt Priscilla Lane og Gladys George.
Myndin er ansi góð, sérílagi fyrir þá sem að hafa gaman af gamaldags glæpa myndum. Leikararnir eru frábær eins og til má ætlast ásamt því að sagan er ansi góð. Myndin breytir oft um stíl, svo að það er erfitt að þykja hún leiðinleg. Hún byrjar sem stríðsmynd, klifrar uppí hálfgerða fræðslumynd um þetta tímabil, verður að baráttu tveggja manna um að halda sér á lífi, þar næst gengur sagan upp að þeim punkti sem að Eddie er orðinn Big Shot, en áfengis banninu verður aflétt og Eddie hrapar niður. Jafnt sem og þessu, þá er myndin rómantísk, spennandi, skemmtandi og grípandi. Allt í mismiklum mæli en það er þó hægt að ábyrgjast vott af öllu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn