Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rambo III 1988

(Rambo 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

God would have mercy John Rambo won't! / The first was for himself. The second for his country. This time it's to save his friend.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Rambo III hefst á því að fyrrum yfirmanni hans og góðum vini í Víetnam, Trautman, hefur verið úthlutað það verkefni að aðstoða Mujahedeen-uppreisnarmönnum í Afganistan að berjast á móti innrás Sovétmanna í landið. Trautman biður Rambo um hjálp en Rambo, sem nú hefur snúist til Búddisma, vill ekki beita ofbeldi lengur. Þegar sendiför Trautmans mistekst... Lesa meira

Rambo III hefst á því að fyrrum yfirmanni hans og góðum vini í Víetnam, Trautman, hefur verið úthlutað það verkefni að aðstoða Mujahedeen-uppreisnarmönnum í Afganistan að berjast á móti innrás Sovétmanna í landið. Trautman biður Rambo um hjálp en Rambo, sem nú hefur snúist til Búddisma, vill ekki beita ofbeldi lengur. Þegar sendiför Trautmans mistekst algerlega og honum er rænt af rússneska herforingjanum Zaysen ákveður Rambo hins vegar að fara á eftir honum og endurheimta hann úr klóm illmennanna. Hann gengur í lið með uppreisnarmönnunum og fær þá til að hjálpa sér að bjarga Trautman frá Zaysen. Og ef það þarf að úthella smá blóði til þess, þá er það lítið vandamál...... minna

Aðalleikarar


Hér var Ramboserían fullkomnuð. Stallone sýnir það og sannar að hann er konungur spennumyndanna með frábærum leik í þessari kvikmynd. Myndin fjallar um það að vinur Rambo (Trautman) er tekinn höndum af rússunum í Afganistan þegar hann er að smygla stinger skeytum til uppreisnarmannana þar. Rambo sem var búinn að semja frið við sjálfan sig og aðra og gengin í búddaklaustur þarf að grafa upp stríðsöxina til að fara að bjarga vini sínum. Topp mynd og skyldueign á hverju heimili.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er einfaldlega eitt það fyndnasta sem ég hef á ævi minni séð og heyrt, en virðist fyrir misskilning hafa verið markaðssett sem spennumynd. Ég var svo stálheppinn að sjá þetta daginn eftir að hafa séð Hot Shots 2, þar sem óspart er vitnað í þessa, og hló ég meira að Rambó en henni. Þetta er jú sorp að verstu gerð en þó bráðskemmtilegt áhorfunar í ömurleik sínum. Skyldueign á hverju siðmenntuðu heimili og hrein unun á að horfa í góðra vina hópi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn