Ágætis mynd þar sem Sylvester Stallone leikur hermanninn John Rambo sem er sendur til Víetnam til að frelsa stríðsfanga síðan úr Víetnamstríðinu. Skemmtileg mynd sem þó hlunkast niður í einstaka dauðum köflum. Það versta við þessa mynd Rambo: First blood part 2 er að hún stendur ekki nógu vel við það sem hún lofar í upphafi. Fyrstu tvo þriðju hlutanna virðist hún vera að byggja upp eitthvað rosalegt en síðan þynnist hún og verður ekki eins fullnægjandi og maður heldur. Annars er soldið gaman af þessari mynd og Stallone stendur sig alveg afbragðsvel sem Rambo og leikur bara vel. Frumskógarsviðsmyndin er einnig mjög flott og sannfærandi og gefur myndinni góðan lit. Tónlistin er að vísu ekkert mjög eftirminnileg og hefði átt að vanda hana betur. Tvær og hálf stjarna í minni bók og þó að þetta sé ekki besta mynd sem Stallone hefur tekið þátt í þá er hún ansi góð og ómissandi fyrir aðdáendur kappans. Nú eða bara þá sem fíla góðar hasar og byssumyndir eins og ég geri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei