Cabin Fever 2: Spring Fever
2009
(Cabin Fever II)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
This time it's spreading
87 MÍNEnska
Cabin Fever 2: Spring Fever tekur upp þráðinn um leið og fyrstu Cabin Fever-myndinni sleppir. Paul (Rider Strong), sá eini sem lifði af atburði fyrstu myndarinnar, vaknar blóði drifinn ofan í skurði, illa smitaður af veirunni sem herjaði á hann og vini hans. Hann vafrar upp á þjóðveg en verður fyrir rútu fullri af menntaskólanemum á leið á lokaball uppi í... Lesa meira
Cabin Fever 2: Spring Fever tekur upp þráðinn um leið og fyrstu Cabin Fever-myndinni sleppir. Paul (Rider Strong), sá eini sem lifði af atburði fyrstu myndarinnar, vaknar blóði drifinn ofan í skurði, illa smitaður af veirunni sem herjaði á hann og vini hans. Hann vafrar upp á þjóðveg en verður fyrir rútu fullri af menntaskólanemum á leið á lokaball uppi í sveit og tætist hreinlega í sundur. Lögreglumaðurinn Winston (Giuseppe Andrews) vill ekki koma upp um veiruna og sannfærir rútubílstjórann um að hann hafi í raun ekið á dádýr. Áfram halda menntaskólanemarnir á leið á lokaballið, en vegna mengaðrar vatnslindar kemst veiran í tæri við þá áður en langt um líður. John (Noah Segan) er á leið á ballið með Alex (Rusty Kelley), vini sínum. Hins vegar hafa þeir ekki verið lengi á ballinu þegar John fer að taka eftir því að ekki er allt með felldu, því einn af öðrum eru gestirnir farnir að smitast...... minna