Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Ringmaster 1998

(Jerry Springer: Ringmaster, Springers)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
90 MÍNEnska
Springer vann Razzie verðlaun sem versti nýliði.

Spjallþáttastjórinn Jerry Springer leikur hér meira og minna sjálfan sig, og er hér stjórnandi subbulegs, umdeilds en vinsæls spjallþáttar í Los Angeles þar sem venjulegt fólk með vandamál mætir og fær útrás í þættinum í beinni útsendingu. Nýjum gestahópi er flogið inn í einn þáttinn en þar á meðal er hvítt "hjólhýsahyski" frá Sarasota í Flórída;... Lesa meira

Spjallþáttastjórinn Jerry Springer leikur hér meira og minna sjálfan sig, og er hér stjórnandi subbulegs, umdeilds en vinsæls spjallþáttar í Los Angeles þar sem venjulegt fólk með vandamál mætir og fær útrás í þættinum í beinni útsendingu. Nýjum gestahópi er flogið inn í einn þáttinn en þar á meðal er hvítt "hjólhýsahyski" frá Sarasota í Flórída; Connie en eiginmaður hennar hélt fram hjá henni með kynóðri 14 ára dóttur hennar Angel, en Connie hefur aftur á móti hefnt sín með því að hafa samfarir við kærasta Angel. Frá Detroit kemur hið svarta "hyski" Starletta, en kærasti hennar, Damone, er búinn að sofa hjá öllum vinkonum hennar. Fljótlega fara vegir allra þessara aðila að tengjast sem leiðir til meira kynlífs, rifrilda og ofbeldis og Jerry þarf að takast á við málið. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta er ein furðulegasta mynd sem ég hef horft á ansi lengi. Manni finnst þetta eiginlega ekki mynd heldur auglýsing fyrir The Jerry Springer Show. Að vísu auglýsing í lengri kantinum. Þarna er sýndur fáranleiki þessara þátta og hvað fólk getur lagst lágt fyrir smá athygli. Ef þetta er þverskurður af Bandaríkjamönnum þá Guð hjálpi þeim. Jerry Springer er greinilega ekki mikill leikari hvað þá söngvari. Aðrir leikarar eru frekar slappir nema það má hafa gaman af svarta liðinu það reddar hálfri stjörnu. Það er eitt atriði í myndinni sem slær öllu út, það er þegar Jerry segir að það sé í lagi að fátækt og vitgrannt fólk lifi stóðlífi því ríka liðið geri það allt líka en það sé ekkert talað um það vegna þess að það lið á seðla. En ef þú vilt eyða hluta af kvöldi í að horfa á langa auglýsingu, þá gjörðu svo vel...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn