Náðu í appið

Legion 2010

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. mars 2010

When the last angel falls, the fight for mankind begins

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 32
/100

Þegar Guð missir endanlega trúna á mannkyninu sendir hann erkiengilinn Michael til að framkvæma ragnarök. Eina von mannkyns er nú sú að hópur manna sem er fastur í matsölustað í miðri eyðimörkinni ásamt sjálfum erkienglinum, nái að afstýra endalokunum.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Guðdómlega ómerkileg
Það er langbest fyrir mig að eyða sem fæstum orðum í þessa mynd þar sem ég þarf að rembast við það að muna almennilega eftir henni (svo auðgleymd er hún!), og þess vegna er það óréttlátt af mér að eyða fleiri en tveimur málsgreinum í hana. Hérna er það sem ég man: Hún er ekki hræðileg, heldur bara hræðilega ómerkileg og alltof hallærisleg þegar hún ætlar sér greinilega að vera rosa "kúl." Við erum að tala um hreinræktaða B-mynd sem þykist vera A-mynd. Það eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir í söguþræðinum og þrátt fyrir glötuð samtöl og tonn af alvarlegum svipbrigðum þá eru þeir Paul Bettany og Dennis Quaid undarlega fínir til áhorfs.

Brellurnar eru annars voða gervilegar, atburðarásin óspennandi (en samt ekki beint leiðinleg), lokakaflinn asnalegur og maður getur stundum ekki annað en lúmskt hlegið að því hvað öll ræman tekur sig alvarlega. Tilraunir til persónusköpunar eru líka heldur feilaðar, þó ég verði að gefa handritinu hálft stig fyrir að *reyna* a.m.k. að búa til alvöru persónur, sem er meira en ég get sagt um margar aðrar "svona" myndir. Mér finnst samt hundfúlt að Legion skuli einmitt ekki vera neitt meira en bara metnaðarlaust miðjumoð. Það hefði kannski verið að biðja um mikið að ætlast til að fá góða mynd út úr þessu en í versta falli vonaðist ég eftir skemmtilega vondri mynd sem hægt væri að hafa gaman af í réttum félagsskap. Bögg.

5/10 (Rétt sleppur)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn