Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Remember Me 2010

(Memoirs)

Frumsýnd: 10. september 2010

Live in the moments.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Myndin gerist sumarið 2001 í New York borg í Bandaríkjunum. Tyler er uppreisnargjarn ungur maður. Hann hittir Ally sem hjálpar honum að ná áttum eftir fjölskylduharmleik. Brátt gætu þó aðstæðurnar sem færðu þau saman, fært þau í sundur á nýjan leik.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Sumt þolanlegt, en endirinn? ÓNEI
Nei sko! Robert Pattinson getur leikið víst eftir allt saman! Bara svekkjandi að hann skuli ekki vera flinkur að velja góð handrit. Ætli hann sé kannski bara að fikra sig í gegnum hvað sem er til að fá feita launaseðla? Fyrir utan Harry Potter 4 og Twilight 1-3 þá er þetta það eina sem ég hef séð manninn leika í, og þá almennilega leggja sig fram. Hann stendur sig drulluvel, en ef einhver myndi spyrja mig hvort Remember Me væri misheppnuð unglinga indie-melódramamynd þá myndi ég þurfa að segja: Já, frekar.

Ég skal alveg játa að það séu fáeinar fínar og jafnvel góðar senur í þessari mynd, og gellan sem leikur á móti Pattinson er alls ekki slæm. Svo vil ég ekki gleyma þeim Pierce Brosnan og Chris Cooper, sem fylla ágætlega upp í staðalímyndir sínar. Sagan hefur líka ýmislegt að segja en það sem algjörlega rústar henni er þvingað drama, persónur sem aldrei ná til manns og endir sem er með því kjánalegasta sem ég hef lengi (já, LENGI) séð. Á fljótu bragði er þetta einhver latasta tilraun að sterku drama sem ég hef séð í kvikmynd. Það kemur fram ákveðið loka-twist, og um leið og myndin uppljóstrar því, þá byrjar maður að finna fyrir því hversu mikið "cop-out" þessi endir er. Ég gæti skrifað mörg, mörg orð um það hversu rangur og asnalegur þessi endir er, en í staðinn læt ég það bara duga að segja að hann skilji eftir mjög pirrandi eftirbragð.

Það er rosa lítið um Remember Me að segja þegar maður hemlar sig á því að kvarta undan endinum. Hún mun ábyggilega hitta beint í hjartastað hjá gelgjum sem munu einungis sjá myndina útaf Twilight-dýrkuninni. Ég efa jafnvel ekki það að þær ákveði fyrirfram að myndin sé góð.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.01.2018

Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar í nítugasta sinn

Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í nótt í nítugasta sinn. Leikarinn Andy Serkins og leikkonan Tiffany Haddish fengu þann heiður að kynna þær ásamt Cheryl Boone Isaacs, forseta Akademíunnar, sem var þeim innan...

08.01.2018

Sigurvegarar Golden Globe-hátíðarinnar

Golden Globes-verðlaunahátíðin fór fram í nótt á Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles. Hátíðin er haldin árlega af Hollywood Foreign Press Association til að viðurkenna ágæti í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Spjallþáttastjórnandinn...

11.12.2017

Golden Globe tilnefningar kynntar

Tilnefningar til Golden Globe verðlaunannna voru tilkynntar í dag á blaðamannafundi í beinni útsendingu frá Los Angeles. Það voru leikararnir Alfre Woodard, Garrett Hedlund, Kristen Bell og Sharon Stone sem fengu þann heiður...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn