Náðu í appið
Öllum leyfð

Pocahontas 1995

An American legend comes to life

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Alan Menken og Stephen Schwartz fengu Óskarsverðlaunin fyrir bæði bestu tónlist og besta lag í kvikmynd: Colors of the Wind. Ýmis önnur verðlaun og tilnefningar.

Pocahontas gerist árið 1607, í byrjun nýrrar landkönnunaraldar. Hópur breskra ævintýramanna undir forystu fégráðugs yfirmanns Virginia-fyrirtækisins siglir í átt til nýja heimsins á skipinu The Susan Constant, í leit að gulli og gersemum. Í hópnum er óttalaus hermaður, John Smith að nafni. Á meðan lifir falleg og ung frumbyggjastúlka að nafni Pocahontas... Lesa meira

Pocahontas gerist árið 1607, í byrjun nýrrar landkönnunaraldar. Hópur breskra ævintýramanna undir forystu fégráðugs yfirmanns Virginia-fyrirtækisins siglir í átt til nýja heimsins á skipinu The Susan Constant, í leit að gulli og gersemum. Í hópnum er óttalaus hermaður, John Smith að nafni. Á meðan lifir falleg og ung frumbyggjastúlka að nafni Pocahontas áhyggjulausu lífi í Virginíu. Hún er dóttir höfðingjans, Powhatan og veltir framtíðinni fyrir sér. Ætti hún að giftast Kocoum, staðfasta stríðsmanninum sem faðir hennar hefur valið, eða hafa örlögin ákveðið að senda hana á aðrar brautir? Hún leitar ráða hjá vinum sínum, Meeko, stríðnum þvottabirni, kólibrífuglinum Flit og Willow, 400 ára gömlum anda sem býr í öldnu tré. Þegar skip ævintýramannanna kemur að landi í nýja heiminum byrja þeir í einfeldni sinni að grafa af ofsa eftir gulli í sveitum nýlendunnar. John Smith fær það verk að njósna um mannaferðir í nágrenninu og rekst þar á Pocahontas. Þrátt fyrir gagnkvæma hræðslu og árekstra til að byrja með, laðast þau hvort að öðru og hún kynnir fyrir honum heim ólíkan nokkru því sem hann hefur áður komist í kynni við. Hún kennir honum að hver steinn, hvert tré og hver skepna hefur sál og útskýrir hvernig indíánar geta "málað með öllum litum vindsins". Á meðan samband þeirra verður nánara, versnar sambúð Breta og innfæddra að sama skapi hratt. Hatur og hræðsla vex dag frá degi. Þegar Powhatan, faðir Pocahontas, handsamar Smith og hyggst taka hann af lífi, leggur Pocahontas líf sitt að veði og segir föður sínum að hann verði að lífláta hana einnig. Smith er þakklátur henni fyrir fórnina og þakkar fyrir sig með því að bjarga Powhatan frá því að fá breska byssukúlu í brjóstið, en særist sjálfur við það. Myndin endar á tregafullu augnabliki, þegar Smith og Pocahontas skiljast að, vitandi að sálir þeirra eru sameinaðar að eilífu.... minna

Aðalleikarar

Svarti sauður tímabilsins
Fyrir næstum því ári fór ég á mynd sem virkilega flutti mig inn í veröld kvikmyndanna. Og út af því að hún gerði allt sem hún hafði ótrúlega vel fannst mér Avatar vera með betri (kannski sú besta) mynd sem ég sá á síðasta ári. En þrátt fyrir að vera góð gat ég vel skilið af hverju fólki fannst hún vera ófrumleg, enda mjög líkur söguþráður og Dances with Wolves hafði. En það sem ég hef aldrei skilið er af hverju fólk er að bera hana saman við Pocahontas. Ekki af því að myndirnar séu ekki líkar (það eru auðvitað einhverjar breytingar en þær hafa margt sameiginlegt), heldur af því að mér finnst Pocahontas engan veginn vera góð mynd.

Þar sem ég er strákur er skiljanlegt að ég sé ekki aðdáðandi Pocahontas, enda mynd sem virðist vera miklu meira fyrir stelpur. En miðað við að mér finnst Beauty and the Beast næstbesta Disney-myndin frá upphafi, þá hefði mér getað líkað vel við hana. En næstum því allt sem gerði þá mynd að meistaraverki er ekki í Pocahontas, og það er tengist ástæðunni fyrir því af hverju mér finnst Pocahontas vera versta myndin frá þessu tímabili: það er fátt sem er gott við hana.

Til að láta myndina líta aðeins betur út langar mig til að byrja á því að tala um góðu hlutina við hana. Eins og allar myndir frá þessum tímabili þá lítur myndin mjög vel út, sérstaklega útlitið af svæðinu sem hún gerist, jafnvel þótt það gengur ekki upp þegar maður veit að Virginia hafði ekki risaháa kletta (sem er sýnt slatta mikið) á þessum tíma. Jafnvel þótt það hafi engan tilgang að slatti af hreyfimyndagerðinni í sumum atriðum sé allt of artsy fyrir myndina, þá er það frekar flott. Tónlistin og lögin eru góð, þó þau séu ekki eins góð og síðustu myndirnar. Colours of the Wind er klárlega besta lag myndarinnar.

Eins og margar myndir sem hafa hinn svokallaða "going native" söguþráð, þá sýnir myndin hvernig órökfræðislegar skoðanir eða fordómar á öðru fólki (ég sá samt ekkert sem benti til þess að aðalkarlkynskarakterinn fór að líta öðrum augum á heim indíánanna) virka. En til þess að það virki (f**k það, til að hvaða mynd sem er virki) þarf að hafa góða karaktera, og það er enginn karakter sem virkar fyrir mig. John Smith er hræðilega mikið fegraður (var upprunalega lítill, feitur og ekki ljóshærður) og Pocahontas er gerð eldri en hún var í upprunalegu sögunum (var 12 ára þar). Og jafnvel þótt að þetta sé byggt á rómantísku sögunum um þau tvö (sem eiga víst ekki að vera sannsöglar) þá er þetta par afskaplega leiðinlegt. Eftir að þau hitta hvort annað gerir John nær ekkert annað en að reyna við hana og eiga leiðinleg samskipti við hana, og ég er ennþá að pæla hvernig einhverjum fannst það vera góð hugmynd að láta Mel Gibson syngja. Pocahontas, meistari dramatískra pósa, er allt of týpísk. Hún hefur sömu einkenni og Belle, Ariel og Jasmine en nær samt að vera miklu óáhugaverðari.

Grandmother Willow er í lagi, þó það kemur ekki ein einasta skýring á því hvernig tré getur haft andlit og talað. Radcliffe er á engan hátt eftirminnilegur, hvorki sem skemmtilegur né illur karakter, og það er aldrei gott þegar illmenni er hvorugt. Flest-aðrir karakterar gleymast strax fyrir mér. Dýrin/comic-relief fannst mér líka fá allt of mikinn skjátíma, miðað við að þau gera ekkert tengt söguþræðinum, ólíkt mörgum öðrum svoleiðis karakterum frá þessum tíma.

Og til að bæta við þetta allt saman þá hefur myndin eitt stærsta plot-hole sem ég hef séð í myndinni og ætla ég að koma með það í smáatriðum. Þegar Pocahontas og John Smith hittast fyrst skilja þau engann veginn hvort annað en fljótlega fer Pocahontas að skilja hann, þ.e.a.s. að tala ensku jafnvel þótt hún hafi aldrei heyrt þetta tungumál áður. Af hverju? Samkvæmt laginu sem er undir þá hlustaði hún með hjartanu. Ég er ennþá í dag að reyna að skilja hvernig þetta var hægt (ég held að svipir dýranna passi algjörlega við minn). Og til að bæta í þetta þá fór vinkona Pocahontas líka að skilja hann. WTF?

Myndin reynir of mikið að vera dramatísk, eða betur sagt, reynir of mikið að fá aftur Óskarstilnefningu sem besta mynd, eins og Beauty and the Beast gerði. Og út af því er of mikið pælt í útliti, tónlist og fordómum í staðinn fyrir að koma með góða sögu. Ég get auðveldlega séð að þessi mynd hefði getað verið góð. En eins og er get ég ekki tekið það alvarlega þegar fólk ber saman Avatar og Pocahontas.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein fallegasta teiknimynd Walt Disney frá upphafi. Hér hafa meistarar teiknimyndanna vakið til lífsins eina mikilvægustu og þekktustu sögu Bandaríkjanna. John Smith kemur til Nýfundnalands ásamt fullu skipi af Englendingum og hittir fyrir indjánaprinsessu að nafni Pocahontas. Þetta er upphafið að tilfinningaríku ævintýri hláturs, tryggðar og ástar. Við hittum fyrir þvottabjörninn Mókó og kólibrífuglinn Flögra ásamt öðrum stórskemmtilegum dýrum. Pocahontas tókst á við ýmis vandamál í stórbrotnu landslagi fyrirheitna landsins. Eyfura amma kemur henni til hjálpar á örlagastudu og kennir henni að hlusta á hjarta sitt og hlýða því. Tónlist skipar veigamikinn þátt í Pocahontas og hlaut hún Ósakarverðlaunin fyrir bestu tónlistina og besta lagið, Colors of the Wind árið 1995. Láttu þetta meistaraverk ekki fram hjá þér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn