Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Harry Brown 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. janúar 2010

Every man has a breaking point

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
London Critics Circle Film Awards 2010: Tilnefnd: Efnilegasti breski kvikmyndagerðarmaðurinn – Daniel Barber

Myndin segir frá hinum lífsreynda Harry Brown, fullorðnum fyrrum hermanni frá Norður-Írlandi sem býr í ótryggu hverfi í London þar sem glæpaklíkur unglinga hafa skotið rótum og skapa mikinn ótta meðal sífellt fækkandi löghlýðinna íbúa hverfisins. Harry reynir þó að halda friðinn sem mest hann getur og eyðir miklu af tíma sínum með góðum vini sínum,... Lesa meira

Myndin segir frá hinum lífsreynda Harry Brown, fullorðnum fyrrum hermanni frá Norður-Írlandi sem býr í ótryggu hverfi í London þar sem glæpaklíkur unglinga hafa skotið rótum og skapa mikinn ótta meðal sífellt fækkandi löghlýðinna íbúa hverfisins. Harry reynir þó að halda friðinn sem mest hann getur og eyðir miklu af tíma sínum með góðum vini sínum, eftirlaunaþeganum Leonard (David Bradley). Þetta ástand sem Harry reynir að lifa við verður hins vegar sífellt verra. Þegar konan hans deyr úr langvinnum veikindum og Leonard er stuttu seinna myrtur af sérlega hrottafengnu unglingagengi í undirgöngum rétt hjá heimili hans fær Harry endanlega nóg. Hann fer brátt að eyða öllum stundum í að fylgjast með genginu og meðlimum þess, með það að markmiði að hefna sín duglega á morðingjunum og hreinsa til í hverfinu, því það virðist enginn annar ætla að gera það...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fínasta mynd
Ég fór á þessa mynd án þess að vita mikið um hana fyrirfram (það var ekkert annað áhugavert í bíó). Og mér til mikillar ánægju reyndist þetta vera þrusugóð mynd. Formúlan hefur svosem verið notuð áður (t.d. í Death Wish og Gran Torino) og er nokkuð fyrirsjáanleg, en dúndurgóður leikur Caine og spennuþrungið andrúmsloft halda myndinni uppi þannig að manni er nokk sama. Myndin dregur upp óhugnanlega, en raunsæja mynd af gengjamenningu í "fátækrahverfum" breskra stórborga, og því ofbeldi sem þar þykir sjálfsagður hlutur. En Caine leikur ekkilinn og fyrrverandi hermanninn Harry Brown, sem þarf að horfa daglega upp á sívaxandi ofbeldi og eiturlyfjaneyslu ungmenna í hverfinu sínu. Þegar vinur hans er myrtur á óhugnanlegan hátt af einu genginu, ákveður Harry að taka aðeins til og hefna vinar síns og um leið gera hverfið að aðeins betri stað til að búa á.
Eins og áður sagði er Caine dúndurgóður í titilhlutverkinu og eins eru hinir lítt þekktu leikarar sem leika klíkumeðlimina að standa sig vel og virka vel sem ógnvekjandi illmenni. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn