Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ósmekklegur Williams, og flottur á því
Robin Williams hefur stórar hreðjar, og ég er ekki bara að segja þetta útaf nektarsenunni hans þessari mynd. Ég get ekki annað en dáðst að því þegar hann tekur að sér óvenjuleg hlutverk sem aðrir grínistar myndu glaðlega forðast, sem gerist kannski sjaldan, en það gerist. World's Greatest Dad er sótsvört gamanmynd sem stýrist af furðulega "léttum" tón, sem ég held að sé viljandi gert til að innihaldið hneyksli mann ennþá meir. Hún er vandræðaleg, pirrandi á jákvæðan hátt en allan tímann angandi af smekkleysu, sérstaklega seinni helmingur hennar. Handrit og leikstjórn er í höndum fyrrum grínista sem hefur alltaf farið rosalega í taugarnar á mér, Bobcat Goldthwait. Ég sá að vísu ekki fyrri myndir hans (Shakes the Clown og Sleeping Dogs Lie) en hann sýnir það hérna hvað hann er undarlega efnilegur kvikmyndagerðarmaður ásamt því að vera gífurlega svartsýnn penni, sem augljóslega hefur litla trú á mannkyninu. Það er vægast sagt áberandi hérna hvað hann hefur lágt álit á unglingum, en það er bara partur af ljóta gríninu.
Það er mjög erfitt að gagnrýna myndina án þess að fara út í söguþráðinn eða upplýsingar sem skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð hana. Ég ætla að reyna mitt besta og ég vil helst ekki skrifa spoiler umfjöllun vegna þess að ég er ekki svo viss um að margir eigi eftir að sjá þessa mynd, eða vita af henni. Hún er einfaldlega of siðlaus og djörf til að stórir hópar nenni að sitja yfir henni, og sérstaklega aðdáendur Robin Williams gamanmynda. Williams er samt vanur maður þegar kemur að dökku efni en eins og áður kom fram þá er tónninn á þessari mynd afar sérstakur og mjög tvískiptur. Fyrri helmingurinn spilast út eins og dæmigert indí-gamandrama á meðan seinni helmingurinn flæðir meira eins og hefðbundin gamanmynd. Handritið passar samt upp á það að það sé stutt í góða brandara inn á milli og atvik þar sem áhorfandinn hugsar aðeins til um velsæmismörkin.
Williams er frábær hérna, og merkilega tamur miðað við venjulega. Handritið spilar mikið með það hvar áhorfandinn hefur hann í áliti. Fyrst vorkennum við manninum alveg gríðarlega, en síðan (og þarna passa ég að segja ekki frá of miklu) er maður eiginlega ekki viss. Áhorfandinn er aftur á móti aldrei efins um hvar hann hefur son hans í áliti, sem er fullkomlega leikinn af Daryl Sabara. Þessi krakki hefur vaxið mikið síðan úr Spy Kids-myndunum og gjörsamlega brillerar sem unglingurinn frá helvíti. Maður hatar hann frá fyrstu mínútu og vonar sífellt að eitthvað vont gerist fyrir hann. Hvernig Goldtwhait skrifar unglinga í þessari mynd - og ýkir þá pínu - er líka algjör snilld, og þar er maður farinn að hlæja vegna þess að þetta er allt satt. Aðrir leikarar eru fínir þótt þessir tveir eigi bókstaflega alla myndina.
Ég var þó fyrir dálitlum vonbrigðum með seinni helming myndarinnar. Húmorinn hélt góðum dampi en þessi endir var alltof fyrirsjáanlegur. Miðað við mynd sem þorir að prófa nýja hluti er nánast óásættanlegt að úrlausn sögunnar skuli hafa orðið svona hefðbundin. Þessi boðskapur í lokin er líka voða mildur miðað við afganginn á myndinni, og það virkar pínu eins og Goldthwait hafi ekki þorað að ganga lengra. Endaatriðin eru líka skringilega meðhöndluð, og sum óþarflega löng. Ég fíla það alltaf þegar ég heyri kvikmynd nota Under Pressure-lagið með Queen og Bowie, en hér er eins og það sé verið að teygja lopann bara til að fylla upp í lengdina á laginu. Voða spes. Ég sá heldur engan svakalegan tilgang með atriðinu sem lagið er notað í.
En þrátt fyrir vissa galla, og suma stóra, þá verð ég að mæla með World's Greatest Dad þegar á heildina er litið. Myndin er ekki sprenghlægileg en afar fyndin á kaldan hátt. Sagan er svo röng og þær ákvarðanir sem Williams tekur eru stundum alveg með ólíkindum. Ég er feginn að maðurinn hafi tekið hlutverkið að sér. Fínasta hvíld frá sorpmyndum eins og R.V., Licence to Wed, Night at the Museum 2 og Old Dogs. Meira svona, takk!
7/10
PS. Fyndið að sjá Williams leika ljóðakennara aftur. Kannski smá skot á Dead Poets Society?
Robin Williams hefur stórar hreðjar, og ég er ekki bara að segja þetta útaf nektarsenunni hans þessari mynd. Ég get ekki annað en dáðst að því þegar hann tekur að sér óvenjuleg hlutverk sem aðrir grínistar myndu glaðlega forðast, sem gerist kannski sjaldan, en það gerist. World's Greatest Dad er sótsvört gamanmynd sem stýrist af furðulega "léttum" tón, sem ég held að sé viljandi gert til að innihaldið hneyksli mann ennþá meir. Hún er vandræðaleg, pirrandi á jákvæðan hátt en allan tímann angandi af smekkleysu, sérstaklega seinni helmingur hennar. Handrit og leikstjórn er í höndum fyrrum grínista sem hefur alltaf farið rosalega í taugarnar á mér, Bobcat Goldthwait. Ég sá að vísu ekki fyrri myndir hans (Shakes the Clown og Sleeping Dogs Lie) en hann sýnir það hérna hvað hann er undarlega efnilegur kvikmyndagerðarmaður ásamt því að vera gífurlega svartsýnn penni, sem augljóslega hefur litla trú á mannkyninu. Það er vægast sagt áberandi hérna hvað hann hefur lágt álit á unglingum, en það er bara partur af ljóta gríninu.
Það er mjög erfitt að gagnrýna myndina án þess að fara út í söguþráðinn eða upplýsingar sem skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð hana. Ég ætla að reyna mitt besta og ég vil helst ekki skrifa spoiler umfjöllun vegna þess að ég er ekki svo viss um að margir eigi eftir að sjá þessa mynd, eða vita af henni. Hún er einfaldlega of siðlaus og djörf til að stórir hópar nenni að sitja yfir henni, og sérstaklega aðdáendur Robin Williams gamanmynda. Williams er samt vanur maður þegar kemur að dökku efni en eins og áður kom fram þá er tónninn á þessari mynd afar sérstakur og mjög tvískiptur. Fyrri helmingurinn spilast út eins og dæmigert indí-gamandrama á meðan seinni helmingurinn flæðir meira eins og hefðbundin gamanmynd. Handritið passar samt upp á það að það sé stutt í góða brandara inn á milli og atvik þar sem áhorfandinn hugsar aðeins til um velsæmismörkin.
Williams er frábær hérna, og merkilega tamur miðað við venjulega. Handritið spilar mikið með það hvar áhorfandinn hefur hann í áliti. Fyrst vorkennum við manninum alveg gríðarlega, en síðan (og þarna passa ég að segja ekki frá of miklu) er maður eiginlega ekki viss. Áhorfandinn er aftur á móti aldrei efins um hvar hann hefur son hans í áliti, sem er fullkomlega leikinn af Daryl Sabara. Þessi krakki hefur vaxið mikið síðan úr Spy Kids-myndunum og gjörsamlega brillerar sem unglingurinn frá helvíti. Maður hatar hann frá fyrstu mínútu og vonar sífellt að eitthvað vont gerist fyrir hann. Hvernig Goldtwhait skrifar unglinga í þessari mynd - og ýkir þá pínu - er líka algjör snilld, og þar er maður farinn að hlæja vegna þess að þetta er allt satt. Aðrir leikarar eru fínir þótt þessir tveir eigi bókstaflega alla myndina.
Ég var þó fyrir dálitlum vonbrigðum með seinni helming myndarinnar. Húmorinn hélt góðum dampi en þessi endir var alltof fyrirsjáanlegur. Miðað við mynd sem þorir að prófa nýja hluti er nánast óásættanlegt að úrlausn sögunnar skuli hafa orðið svona hefðbundin. Þessi boðskapur í lokin er líka voða mildur miðað við afganginn á myndinni, og það virkar pínu eins og Goldthwait hafi ekki þorað að ganga lengra. Endaatriðin eru líka skringilega meðhöndluð, og sum óþarflega löng. Ég fíla það alltaf þegar ég heyri kvikmynd nota Under Pressure-lagið með Queen og Bowie, en hér er eins og það sé verið að teygja lopann bara til að fylla upp í lengdina á laginu. Voða spes. Ég sá heldur engan svakalegan tilgang með atriðinu sem lagið er notað í.
En þrátt fyrir vissa galla, og suma stóra, þá verð ég að mæla með World's Greatest Dad þegar á heildina er litið. Myndin er ekki sprenghlægileg en afar fyndin á kaldan hátt. Sagan er svo röng og þær ákvarðanir sem Williams tekur eru stundum alveg með ólíkindum. Ég er feginn að maðurinn hafi tekið hlutverkið að sér. Fínasta hvíld frá sorpmyndum eins og R.V., Licence to Wed, Night at the Museum 2 og Old Dogs. Meira svona, takk!
7/10
PS. Fyndið að sjá Williams leika ljóðakennara aftur. Kannski smá skot á Dead Poets Society?
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Magnolia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
11. mars 2010