Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Never Surrender 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

One arena. No rules. All pain.

87 MÍNEnska

Helstu meistarar í blönduðum bardagalistum, MMA, eru hér saman komnir í fyrsta skipti í kvikmynd í fullri lengd. Þegar MMA meistari er manaður inn í neðanjarðarsenuna þá áttar hann sig fljótlega á því að eina leiðin út sé að drepa eða vera drepinn.

Aðalleikarar


Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er vond mynd. Bardagarnir eru ótrúverðugir, leikararnir HRÆÐILEGA lélegir og sagan svo heimskuleg að ég held að ég hafi orðið fyrir varanlegum heilaskaða að horfa á hana. Ég horfði mikið á slagsmálamyndir sem unglingur, t.d. Best of The Best, Bloodsport og Enter The Dragon. Þessi mynd reynir að fara svipaðar slóðir í heimi MMA. Það er einhvað fáranlegt underground mót þar sem sigurvegarinn fær að sofa hjá kærustu þess sem tapar. Það enginn dómari og ég skil ekki hvernig þetta á að virka. Sjáið plakatið að neðan. Þessir menn eru meðal þeirra bestu í UFC og í raun eina ástæðan fyrir því að ég horfði á myndina (ég er pínu áðdáandi). Vandamálið er að þeir koma lítið sem ekkert fyrir í myndinni. Enginn af þeim er með stórt hlutverk og fæstir berjast í hringnum. Þeir berjast reyndar allir í einhverjum silly götubardögum en mér finnst það gefa algjörlega ranga mynd af þessari fallegu íþrótt. Svo var alveg pínlegt að heyra að þeir dubbuðu George St. Pierre af því að hann er með pínu franskan hreim. Illa gert gagnvart GSP. Sá sem leikur aðalhlutverkið í þessari mynd heitir Hector Echavarria. Hann er margfaldur kick-box meistari og virtur þjálfari en hörmulegur leikari og allt of gamall til að vera trúverðugur. Hann leikstýrir líka sem skýrir kannski leikaravalið. Ekki sjá þessa nema þið elskið GSP, Jackson, Silva, Penn og Herring út af lífinu. Myndin færi 1 stjörnu fyrir fyndnustu ástarsenur sem ég hef á ævinni séð, ha ha hlæ bara að hugsa um það :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn