Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Arnar Steinn sýndi þessa á kvikmyndakvöldi á föstudaginn. Vel valið Arnar! Myndin fjallar um Frankie Wilde (ekki Pete Tong) sem er heitasti plötusnúðurinn á Ibiza. Þegar við hittum hann er hann búinn að vera að í 11 ár og er orðinn ansi skemmdur eftir áralanga kókaín neyslu og háværa skemmtistaði. Fljótlega er ljóst að kappinn er að verða heyrnarlaus sem snýr öllu á hvolf fyrir hann.
Þessi mynd er gerð í mockumentary stíl, þ.e. eins konar gervi heimildarmynd eins og This Is Spinal Tap og Georg ;-) Hún fjallar í raun jafn mikið um að missa heyrnina og að vera plötusnúður. Paul Kaye, sem leikur Frankie, er fullkominn í þessu hlutverki, gjörsamlega sannfærandi. Myndin tekur sig alls ekki alvarlega, hún er mjög fyndin og stundum pínu súr. Frankie þarf t.d. að berjast við kókaínskrímsli sem er einskonar persónugervingur fíkninnar. Mjög skemmtileg mynd!
“It's like bad speed in a can. We've all had bad speed haven't we?
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. október 2005