Náðu í appið
It's All Gone Pete Tong
Bönnuð innan 16 ára

It's All Gone Pete Tong 2004

Frumsýnd: 29. október 2005

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 56
/100

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gagnrýni (1)


Arnar Steinn sýndi þessa á kvikmyndakvöldi á föstudaginn. Vel valið Arnar! Myndin fjallar um Frankie Wilde (ekki Pete Tong) sem er heitasti plötusnúðurinn á Ibiza. Þegar við hittum hann er hann búinn að vera að í 11 ár og er orðinn ansi skemmdur eftir áralanga kókaín neyslu og háværa skemmtistaði. Fljótlega er ljóst að kappinn er að verða heyrnarlaus sem snýr öllu á hvolf fyrir hann.

Þessi mynd er gerð í mockumentary stíl, þ.e. eins konar gervi heimildarmynd eins og This Is Spinal Tap og Georg ;-) Hún fjallar í raun jafn mikið um að missa heyrnina og að vera plötusnúður. Paul Kaye, sem leikur Frankie, er fullkominn í þessu hlutverki, gjörsamlega sannfærandi. Myndin tekur sig alls ekki alvarlega, hún er mjög fyndin og stundum pínu súr. Frankie þarf t.d. að berjast við kókaínskrímsli sem er einskonar persónugervingur fíkninnar. Mjög skemmtileg mynd!

“It's like bad speed in a can. We've all had bad speed haven't we?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn