Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Errol Morris er einn sá stærsti í gerð heimildamynda. Hann fékk óskarsverðlaun fyrir þessa mynd árið 2004. Hér hittir Morris fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert McNamara. Myndin er fyrst og fremst viðtal en inn í það er fléttað svipmyndum frá því sem um er rætt. McNamara er magnaður persónuleiki sem var í innsta hring í kalda stríðinu. Hann var s.s. ráðherra í stjórnartíð Kennedy og svo Johnson eftir að JFK var drepinn. Hann var líka framkvæmdarstjóri Ford og talar aðeins um það. Eins og nafnið gefur til kynnar er fókusinn settur á 11 lexíur sem McNamara lærði þegar hann var ráðherra. Þetta hljómar kannski þurrt en er það alls ekki. Það er mjög áhugavert að heyra kallinn tala og hann vekur mann til umhugsunar um málefni heimsins. Maður fær að sjá gamlar svipmyndir frá JFK, Fidel Castro og fleiri köppum. Mögnuð mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. október 2003