Standard Operating Procedure
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
116 MÍNEnska
79% Critics 70
/100 Berlin International Film Festival 2008 Vann: Silfurbjörninn Tilnefnd: Gullbjörninn Golden Trailer Awards 2008 Tilnefnd: Besta heimildarmynd
Hinn virti kvikmyndagerðarmaður Errol Morris beinir sjónum sínum að atburðunum í Abu Ghraib-fangelsinu í þessari heimildarmynd. Það sem gerðist í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak fyrir nokkrum árum var að nokkrir hermenn voru staðnir að því að pynta og misþyrma íröskum föngum. Ljósmyndir og vídeóupptökur láku á netið og ollu miklu hneyksli um allan heim.... Lesa meira
Hinn virti kvikmyndagerðarmaður Errol Morris beinir sjónum sínum að atburðunum í Abu Ghraib-fangelsinu í þessari heimildarmynd. Það sem gerðist í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak fyrir nokkrum árum var að nokkrir hermenn voru staðnir að því að pynta og misþyrma íröskum föngum. Ljósmyndir og vídeóupptökur láku á netið og ollu miklu hneyksli um allan heim. Í myndinni tekur Errol viðtöl við raunverulega hermenn sem annað hvort tóku þátt eða urðu vitni að atburðunum og reynir hann að varpa ljósi á raunverulegar ástæður þessara atburða. Rannsókn Errols í myndinni leiðir síðan í ljós hræðilegan sannleikann á bak við gjörðir hermannanna, sem inniheldur m.a. víðtæka spillingu og yfirhylmingu innan Bandaríkjahers.... minna