Náðu í appið

Heathers 1988

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Best friends, social trends and occasional murder.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 72
/100

Í Westerbug menntaskólanum ráða klíkurnar ríkjum. Fótboltastrákarnir eru aðal gaurarnir og vinsælu stelpurnar kallast Heather. Veronica Sawyer reynir að verða Heather. Hún styður ruddalega framkomu þeirra til að verða vinsæl. Dag einn byrjar hún með nýja stráknum í bænum, Jason Dean, og hann fer að efast um hvort hún sé í rétta félagsskapnum. Þegar... Lesa meira

Í Westerbug menntaskólanum ráða klíkurnar ríkjum. Fótboltastrákarnir eru aðal gaurarnir og vinsælu stelpurnar kallast Heather. Veronica Sawyer reynir að verða Heather. Hún styður ruddalega framkomu þeirra til að verða vinsæl. Dag einn byrjar hún með nýja stráknum í bænum, Jason Dean, og hann fer að efast um hvort hún sé í rétta félagsskapnum. Þegar ein Heather stúlkan deyr slysalega, þá falsa þau sjálfsmorðsbréf og jafnvel þó hún sé látin, verður hún enn vinsælli í skólanum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Sú var tíðin að Winona Ryder og Christian Slater voru hátt á stjörnuhimninum og gerðu frábærar myndir á borð við Edward Scissorhands, Reality Bites, Pump Up The Volume, True Romance og svo Heathers. Ég veit ekki nákvæmlega hvað olli því að þau hurfu að mestu af sjónvarsviðinu. Kannski óregla, búðarhnupl eða eitthvað annað.

Heathers ber nafn sitt af þremur drottningum í gagnfræðiskóla sem allar heita Heather. Veronica (Ryder) er að reyna að finna sig í skólanum og kynnist Jessie Dean (Slater). Dean reynist svo vera snar geðveikur.

Þessi mynd er algjör klassík og sker sig úr unglingamyndum frá áttunda áratugnum. Hún fléttar saman gelgju, gríni, morðum og sjálfsmorðum. Myndin spyr spurninga sem skipta máli og flestar myndir þora ekki að snerta. Fyrir utan það er hún frábær skemmtun frá A til Ö. Must see.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn