Náðu í appið

Knives of the Avenger 1966

(Bladestorm , Knives of the Avenge, Viking Massacre)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
85 MÍNÍtalska

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er þriðja myndin sem ég horfi á úr Mario Bava safninu (Vol.1). Þetta er sem sagt ítölsk víkingamynd. Bava tók við þessari mynd eftir að tökur voru hafnar og handrit skrifað. Hann hinsvegar henti út gamla handritinu og mestu af efninu og bjó til sína eigin mynd sem hann tók upp á 6 dögum. Tónlistin reynir að slá á epic tóna og búningar er vel gerðir. Plottið er frekar týpískt. Dullarfullur einfari rambar á sveitabæ þar sem kona og strákur búa. Kemur í ljós að hún er drottning en konungur er týndur á hafi og einhver evil bastard er kominn í hans stað. Einfarinn reynist svo vera vera pabbi stráksins eftir að hann nauðgaði henni fyrir nokkrum árum og ég veit ekki hvað og hvað. Myndin minnir mikið á spagettívestra Sergio Leone, bæði tónlist og andrúmsloft (enda er hún ítölsk). Af mínu mat stenst myndin ekki alveg samanburð við Hrafninn flýgur en er samt ágætis og áhugaverð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn