The Match (1999)
The Beautiful Game
"It's a game of two pubs!"
Rómantísk gamanmynd sem gerist í hinum friðsæla bæ, Inverdoune.
Bönnuð innan 12 ára
BlótsyrðiSöguþráður
Rómantísk gamanmynd sem gerist í hinum friðsæla bæ, Inverdoune. Wullie Smith, sem glímir við tilfinningaleg ör eftir að hafa misst bróður sinn á unga aldri, er mjólkurpósturinn í bænum. Þar sem hinn ungi Wullie er hlédrægur, þá vita fáir af hæfileikum hans, en hann er best þekktur fyrir getu sína í T.F.R. ( Total Football Recall ) og fyrir að vera skotinn í Rosemary Bailey, hinni undurfögru dóttur Bill Bailey, bónda sem sinnir kúnum sínum af ástríðu. Rosemary er komin heim til sín með gráðu úr menntaskóla í farteskinu, en hún hyggst síðan fara í háskóla í stórborginni með haustinu. Það eru tvær krár í litla bænum - hinn hrörlegi Benny´s Bar, sem er andlegt afdrep sérviturra viðskiptavina og svo er það hinn nýmóðins Le Bistro, sem er í eigu fyrrum atvinnumanns í fótbolta, hins sjálfhverfa George Gus. En Benny´s Bar gæti bráðlega heyrt sögunni til. Í gamla daga, löngu áður en nokkur man lengur eftir, þá gerðu upprunlegu eigendur kránna með sér veðmál til að leysa úr deilu sem upp kom. Nú á að leysa þessar gömlu illdeilur í eitt skipti fyrir öll í árlegum fótboltaleik á milli kránna. Fyrirfram eru sigurlíkur Benny´s Bar ekki miklar, enda hafa þeir tapað í 99 ár í röð. En það er samt þessi eini leikur, sá hundraðasti í röðinni, sem mun útkljá veðmálið, en sá sem vinnur þarf að loka krá sinni um alla eilífð.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur









