Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Match 1999

(The Beautiful Game)

It's a game of two pubs!

95 MÍNEnska

Rómantísk gamanmynd sem gerist í hinum friðsæla bæ, Inverdoune. Wullie Smith, sem glímir við tilfinningaleg ör eftir að hafa misst bróður sinn á unga aldri, er mjólkurpósturinn í bænum. Þar sem hinn ungi Wullie er hlédrægur, þá vita fáir af hæfileikum hans, en hann er best þekktur fyrir getu sína í T.F.R. ( Total Football Recall ) og fyrir að vera skotinn... Lesa meira

Rómantísk gamanmynd sem gerist í hinum friðsæla bæ, Inverdoune. Wullie Smith, sem glímir við tilfinningaleg ör eftir að hafa misst bróður sinn á unga aldri, er mjólkurpósturinn í bænum. Þar sem hinn ungi Wullie er hlédrægur, þá vita fáir af hæfileikum hans, en hann er best þekktur fyrir getu sína í T.F.R. ( Total Football Recall ) og fyrir að vera skotinn í Rosemary Bailey, hinni undurfögru dóttur Bill Bailey, bónda sem sinnir kúnum sínum af ástríðu. Rosemary er komin heim til sín með gráðu úr menntaskóla í farteskinu, en hún hyggst síðan fara í háskóla í stórborginni með haustinu. Það eru tvær krár í litla bænum - hinn hrörlegi Benny´s Bar, sem er andlegt afdrep sérviturra viðskiptavina og svo er það hinn nýmóðins Le Bistro, sem er í eigu fyrrum atvinnumanns í fótbolta, hins sjálfhverfa George Gus. En Benny´s Bar gæti bráðlega heyrt sögunni til. Í gamla daga, löngu áður en nokkur man lengur eftir, þá gerðu upprunlegu eigendur kránna með sér veðmál til að leysa úr deilu sem upp kom. Nú á að leysa þessar gömlu illdeilur í eitt skipti fyrir öll í árlegum fótboltaleik á milli kránna. Fyrirfram eru sigurlíkur Benny´s Bar ekki miklar, enda hafa þeir tapað í 99 ár í röð. En það er samt þessi eini leikur, sá hundraðasti í röðinni, sem mun útkljá veðmálið, en sá sem vinnur þarf að loka krá sinni um alla eilífð. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.04.2014

Ferrell skorar á konu í tennis

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell ætlar að gerast alvarlegur á næstunni og leika aðalhlutverkið í sannsögulegri mynd um frægan tennisleik á milli karl- og kvenkyns tennismeistaranna Billie Jean King og Bobby Riggs. ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn