Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fékk þessa lánaða og horði á í gær. Þetta er ótrúlega áhrifarík og vel gerð mynd, ein sú besta sem ég hef séð frá Svíþjóð. Ég ætla ekki mikið út í plottið en hún gerist á Skáni þar sem ríkur kall er að fara illa með bændur í nágrenninu, einn mesti fáviti sem maður hefur séð í bíómyndum (leikinn af leikstjóranum). Stellan Skarsgård sýnir stjörnuleik í aðalhlutverkinu sem þroskaheftur vinnustrákur. Fer í hóp eftirminnilegra hlutverka í myndum á borð við Sling Blade, Of Mice and Men og What´s Eating Gilbert Grape. Skarsgård átti svo eftir að meika það í Hollywood eins og við vitum en hér sér maður algjörlega nýja vídd hjá honum.
Það er ein flottasta skipting sem ég man eftir í þessari mynd, úr fingraförum í akur. Langaði bara að minnast á það.