Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dead Man Walking 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi
122 MÍNEnska
Susan Sarandon vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn, Sean Penn var tilnefndur til sömu verðlauna, sem og Tim Robbins fyrir leikstjórn. Bruce Springsteen einnig tilnefndur til Óskars fyrir lagið "Dead Man Walking". Fullt af fleiri tilnefningum og sigrum,

Mynd um dauðadæmdan morðingja, og nunnu sem vingast við hann. Í myndinni er fjallað um samskipti þeirra eftir því sem dagarnir, klukkutímarnir og mínúturnar tifa fram að aftöku mannsins, og sterkar tilfinningar losna úr læðingi. Morðinginn, Matthew Poncelet og systir Prejean, reyna í örvæntingu að fá fram frestun á aftökunni, en inn á milli eru sýnd myndbrot... Lesa meira

Mynd um dauðadæmdan morðingja, og nunnu sem vingast við hann. Í myndinni er fjallað um samskipti þeirra eftir því sem dagarnir, klukkutímarnir og mínúturnar tifa fram að aftöku mannsins, og sterkar tilfinningar losna úr læðingi. Morðinginn, Matthew Poncelet og systir Prejean, reyna í örvæntingu að fá fram frestun á aftökunni, en inn á milli eru sýnd myndbrot af glæp morðingjans, og smátt og smátt kemur sannleikurinn á bakvið atvikið í ljós. Í viðbót við tímabundna hjálp nunnunnar þá reynir hún jafnframt að tengjast honum andlega og trúarlega, og hjálpa til við að hann fái andlegt bjargræði eftir dauðann. ... minna

Aðalleikarar


Dead Man Walking byggir á sannsögulegri frásögn systur Helen Prejean. Dag einn berst henni í hendur bréf frá dauðadæmdum manni, Matthew Poncelet, sem biður trúboð hennar um hjálp. Helen getur ekki annað en haldið til fundar við hinn örvæntingafulla mann sem dæmdur hefur verið fyrir hroðalegan glæp og á í augum flestra samborgara sinna ekkert betra skilið en að deyja. Matthew hefur aldrei fengist til að viðurkenna glæp sinn, hræðist mjög dauðann og biður Helen að reyna að koma í veg fyrir að dauðarefsingunni verði fullnægt. Helen á þó óhægt um vik því dómurinn er fallinn og sönnunargögn benda til sektar Matthews í málinu, auk þess sem félagi hans hefur viðurkennt verknaðinn og bent á Matthew sem samverkamann. Hún reynir því að fremsta megni að einbeita sér að því að draga fram allan sannleikann í málinu, fá Matthew til að standa ábyrgan frammi fyrir gjörðum sínum og bjarga sálu hans frá eilífri glötun. Susan Sarandon vinnur hér sinn stærsta leiksigur í hlutverki nunnunnar Helen Prejean og hlaut fyrir það óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aðalhl. 1995, hún fer einfaldlega á kostum og hefur aldrei leikið betur. Hið sama má segja um Sean Penn, en hann er mjög góður í hlutverki hins dauðadæmda fjöldamorðingja. Eiginmaður Susan Sarandon, leikarinn Tim Robbins, leikstýrir þessari einstöku stórmynd og sýnir og sannar að hann er ekki síðri leikstjóri en leikari. Þessi mynd er sönnun þess!. Þess ber einnig að geta að titillag Dead Man Walking sem er eftir rokkgoðið Bruce Springsteen, var tilnefnt til Óskarsverðlauna. Ég gef myndinni þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með því að þú látir þessa mynd ekki fram hjá þér fara. STÓRFENGLEG í alla staði!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn