Kelly's Heroes
Bönnuð innan 16 ára
SpennumyndGamanmynd

Kelly's Heroes 1970

They set out to rob a bank... and damn near won a war instead!

7.7 41,236 atkv.Rotten tomatoes einkunn 76% Critics 7/10
144 MÍN

Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskum liðþjálfa er rænt af Bandaríkjamönnum, en áður en þeir ná að yfirheyra hann ræðst stórskotalið á herbúðirnar. Þrátt fyrir það þá nær fyrrum liðsforinginn Kelly að ná til liðþjálfans, hella hann fullan og komast að því að hann er í leynilegri sendiför sem gengur út á að flytja gull að andvirði... Lesa meira

Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskum liðþjálfa er rænt af Bandaríkjamönnum, en áður en þeir ná að yfirheyra hann ræðst stórskotalið á herbúðirnar. Þrátt fyrir það þá nær fyrrum liðsforinginn Kelly að ná til liðþjálfans, hella hann fullan og komast að því að hann er í leynilegri sendiför sem gengur út á að flytja gull að andvirði 16 milljónir Bandaríkjadala, til herstöðvar í Frakklandi. Kelly er ákveðinn í að koma höndum yfir gullið, handa sér og nokkrum félögum sínum, og ákveða því að læðast inn á óvinasvæðið og stela gullinu.... minna

Aðalleikarar

Clint Eastwood

Sergeant First Class Kelly

Telly Savalas

Master Sergeant "Big Joe"

Don Rickles

Staff Sergeant "Crapgame"

Carroll O'Connor

Major General Colt

Donald Sutherland

Sgt. Oddball (tank commander)

Gavin MacLeod

Moriarty (tank crewman)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Skemmtileg stríðsmynd með góðum hópi leikara.

Fjallar í stuttu máli um nokkra bandaríska hermenn sem fá þá snilldarhugmynd að komast bak við víglínuna og ræna þar banka og komast frá öllu stikkfrí.

Þó svo hugmyndin virðist góð verður þetta þó nokkuð mál og verða þeir fyrir árásum bæði bandamanna og Þjóðverja.

Sumir karakterarnir eru skemmtilega skrifaðir, þó hippahugsjónir og útlit Donald Sutherland og hans manna séu a.m.k. 20 árum á undan sinni samtíð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg stríðsmynd sem tekur sig hæfilega alvarlega . Clint leiðir hóp hermanna sem heldur bak við víglínu Þjóðverja til þess að ræna banka. Donald Sutherland stelur senunni sem snargeggjaður skriðdrekaforingji.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn