Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Screamers: The Hunting 2009

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
95 MÍNEnska

Screamers: The Hunting er vísindaskáldsöguleg spennumynd byggð á sögu eftir hinn goðsagnakennda Philip K. Dick, og með aðalhlutverkin fara Gina Holden, Jana Pallaske og Lance Henriksen. Þegar myndin hefst eru þrettán ár liðin frá því að hinar stórhættulegu drápsvélar, sem eru þekktar sem „Screamers“, eyddu öllu lífi á plánetunni Sirius 6B. Plánetan... Lesa meira

Screamers: The Hunting er vísindaskáldsöguleg spennumynd byggð á sögu eftir hinn goðsagnakennda Philip K. Dick, og með aðalhlutverkin fara Gina Holden, Jana Pallaske og Lance Henriksen. Þegar myndin hefst eru þrettán ár liðin frá því að hinar stórhættulegu drápsvélar, sem eru þekktar sem „Screamers“, eyddu öllu lífi á plánetunni Sirius 6B. Plánetan hefur verið mannlaus í allan þennan tíma en þegar neyðarkall berst skyndilega frá henni er sérsveit undir stjórn liðsforingjans Victoriu Bronte (Holden) send í björgunarleiðangur þangað. Bronte og undirmenn hennar, Schwartz (Pallaske), Orsow (Henriksen) og fleiri fara þangað til að athuga hvort einhverjir menn hafi náð að lifa af og séu nú loks að láta vita af sér, en það sem þau komast að er enn ótrúlegra; svo virðist sem drápsvélarnar hafi þróast yfir í blöndu af manni og vél og séu nú að reyna að ljúka ætlunarverki sínu, sem er að tortíma mannkyninu fyrir fullt og allt…... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn