Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nokkuð góð spennumynd sem fjallar um tölvuforritarann Angela Bennett(Sandra Bullock) sem lendir í því að fá diskling í hendurnar sem tengist viðkvæmu máli. Óprúttnir aðilar vilja fá disklinginn og þurrka út tilveru Angelu með tölvum einum saman og sjá til þess að hún verði eftirlýst. The Net er mjög spennandi og margbrotin án þess að vera neitt óskiljanleg. Sandra Bullock er mjög góð að vanda þrátt fyrir að seint verður hægt að saka hana um að leika fjölbreyttar persónur. Myndin vekur mann til umhugsunar hvað er hægt að gera með tölvum og er það áhugavert að myndin var gerð árið 1995. Það neikvæðasta sem ég get sagt um The Net er að endirinn er fyrirsjáanlegur og vantar allt fútt. En samt stórgóð mynd sem er vert að sjá.
The net er kannski ekki beint einhver stórmynd, en mér finnst hún samt mjög góð. Ég hef alltaf jafn gaman af því að horfa á Söndru Bullock í þessari mynd. ég á mjög stórt kvikmyndasafn heima, en einhvernvegin verður þessi mynd oft fyrir valinu þegar ég er heima á kvöldin og hef ekkert að gera. Góð afþreying, (samt meira fyrir konur en karla finnst mér). Takk fyrir.