Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég er búinn að vera að hlusta á mikið á kvikmyndatónlist undanfarið. Sá diskur sem endar alltaf í spilaranum aftur og aftur er tónlistin úr þessari mynd. Þetta er sannkölluð indie mynd. Hún kostaði sama og ekki neitt. Leikararnir hafa sama og enga reynslu og sagan er sáraeinföld. Bara einföld ástarsaga. Það skiptir ekki máli af því að þessi mynd og þessi tónlist er ÆÐISLEG.
Glen Hansard og Markéta Irglová fara með aðalhlutverkin. Myndin gerist í Dublin, hann er írskur og hún tékknesk. Tónlist dregur þau saman og þau túlka tilfinningar voða mikið í textunum, t.d. í Lies. Það eru fullt af perlum á disknum eins og If You Want Me, Say It To Me, When You Mind´s Made Up og Falling Slowly. Þetta er ekki söngleikur en það er mikið sungið. Hansard er í raun tónlistarmaður sem var fenginn til að gera tónlistina fyrir myndina en þótti svo góður að hann fékk aðalhlutverkið.
Ef þið hafið gaman af góðri tónlist þá get ég ekki mælt nógu mikið með þessari mynd. Kaupið svo soundtrackið og þið verði hooked eins og ég.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fox Searchlight
Kostaði
$160.000
Tekjur
$20.710.513
Vefsíða:
Aldur USA:
R