Náðu í appið
Öllum leyfð

Once 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hversu oft finnur maður hina einu réttu?

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 90
/100
Óskarsverðlaun (besta lag í kvikmynd). Önnur 14 verðlaun og 18 tilnefningar.

Glen Hansard leikur tónlistarmann sem spilar á götum fyrir smámynt. Hann hittir stúlku (Marketa Irglova) sem er innflytjandi frá Tékklandi. Þau tengjast strax sterkum böndum þegar þau komast að því að þau hafa bæði mikla ástríðu fyrir tónlist, en hún spilar á píanó, og fylgir myndin sambandinu sem þróast þeirra á milli. Þau hafa þau bæði þungar... Lesa meira

Glen Hansard leikur tónlistarmann sem spilar á götum fyrir smámynt. Hann hittir stúlku (Marketa Irglova) sem er innflytjandi frá Tékklandi. Þau tengjast strax sterkum böndum þegar þau komast að því að þau hafa bæði mikla ástríðu fyrir tónlist, en hún spilar á píanó, og fylgir myndin sambandinu sem þróast þeirra á milli. Þau hafa þau bæði þungar byrðar að bera, lög hans eru innblásin af sársaukafullum sambandsslitum hans við aðra konu og hún er ung, einstæð móðir sem yfirgaf barnsföður sinn í heimalandi sínu. Myndin á sitthvað skylt við myndir eins og Before Sunrise, þar sem hún reiðir sig meira á samskipti aðalpersónanna heldur en eiginlegan atburðasöguþráð og er sagan að miklu leyti sögð í gegnum söng og tónlist.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég er búinn að vera að hlusta á mikið á kvikmyndatónlist undanfarið. Sá diskur sem endar alltaf í spilaranum aftur og aftur er tónlistin úr þessari mynd. Þetta er sannkölluð indie mynd. Hún kostaði sama og ekki neitt. Leikararnir hafa sama og enga reynslu og sagan er sáraeinföld. Bara einföld ástarsaga. Það skiptir ekki máli af því að þessi mynd og þessi tónlist er ÆÐISLEG.

Glen Hansard og Markéta Irglová fara með aðalhlutverkin. Myndin gerist í Dublin, hann er írskur og hún tékknesk. Tónlist dregur þau saman og þau túlka tilfinningar voða mikið í textunum, t.d. í Lies. Það eru fullt af perlum á disknum eins og If You Want Me, Say It To Me, When You Mind´s Made Up og Falling Slowly. Þetta er ekki söngleikur en það er mikið sungið. Hansard er í raun tónlistarmaður sem var fenginn til að gera tónlistina fyrir myndina en þótti svo góður að hann fékk aðalhlutverkið.

Ef þið hafið gaman af góðri tónlist þá get ég ekki mælt nógu mikið með þessari mynd. Kaupið svo soundtrackið og þið verði hooked eins og ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn